Frank Ocean til Íslands í sumar

R&B stórstjarnan Frank Ocean er væntanlegur til landsins og mun spila á tónleikum í Laugardalshöll þann 16. júlí næstkomandi. Platan hans Channel Orange tróndi hátt bæði á vinsældalistum og listum gagnrýnenda á síðasta ári og var meðal annars í öðru sæti á árslista þessarar síðu. Það er skammt stórra högga á milli í innflutningi á erlendum stórstjörnum til eyjunnar þessi misserin en í byrjun vikunnar var tilkynnt um tónleika hinnar sögufrægu diskósveitar Chic. Miðasala á tónleika Frank Ocean hefst 29. maí á miði.is.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *