FALK kynnir: The Dawn of the New flesh

Í kvöld fimmtudaginn 17. Mars mun FALK félagsskapurinn halda tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni AGATHA. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:30 og það kostar 500 kr inn. AGATHA er nýtt einstaklingsverkefni Harry Wright en hann hefur verið virkur innan raftónlistarsenunnar í Bristol, Bretlandi um langt skeið, meðal annars með hljómsveitinni THE NATURALS og GIANT SWAN dúettinum sem tímaritið The Quietus hefur hampað í ræðu og riti.

Þessir tónleikar eru skipulagðir af íslenska tónlistar og listahópnum FALK (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2007 staðið fyrir mígrút ágengra list og tónlistarviðburða og útgáfu listamanna á borð við AMFJ, KRAKKKBOT, AUXPAN, OBERDADA VON BRUTAL, ULTRAORTHODOX, HARRY KNUCKLES og K. FENRIR sem og flutt inn tónlistarmenn eins og PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR og CONTAINER.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *