EP frá Dirty Projectors

New York Hljómsveitin Dirty Projectors mun gefa út ep plötuna About to Die  þann 6. nóvember næstkomandi. Titillagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar – Swing Lo Magellan sem kom út í sumar, auk þess verða þrjú ný lög á ep plötunni. Hljómsveitin sendi einnig frá sér myndband við lagið sem sýnir atriði úr stuttmyndinni Hi Custodian sem sveitin sendi frá sér fyrr í þessum mánuði. Hægt er að horfa á myndbandið og myndina hér fyrir neðan. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur þann 3. nóvember á Iceland Airwaves hátíðinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *