Björk á Iceland Airwaves 2015

Þau tíðindi voru að berast úr herbúðum Iceland Airwaves að sjálf Björk Guðmundsdóttir muni koma fram á hátíðinni í ár. Þá var einnig tilkynnt að John Grant komi fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríski söngvarinn Father John Misty og breska postpunk hljómsveitin The Pop Group verða meðal listamanna sem spila á hátíðinni. Íslensku sveitirnar Vök, Sóley, Muck, Hekla og Agent Fresco voru líka tilkynntar en allt bætist þetta ofan á listamenn eins og Ariel Pink, Perfume Genius, GusGus, Hinds, M-Band, East India Youth, Tonik Ensemble og dj flugvél og geimskip sem áður höfðu verið kynntir til leiks. Það er ljóst að það stefnir í ansi þétta hátíð en hún fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðborg Reykjavíkur 4.-8. nóvember næstkomandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *