Fimmtudagur 14. nóvember
Grísalappalísa heldur útgáfuteiti í tilefni af útgáfu 7″ plötunnar Syngur Megas í plötubúðinni Lucky Records frá 20:00 til 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum.
Benni Hemm Hemm, sem kemur fram í stærri mynd en nokkru sinni fyrr, fagnar útgáfu plötunnar Eliminate Evil, Revive Good Times á tónleikum á Kex Hostel klukkan 21:00. Hljómsveitin Nini Wilson hitar upp.
Hljómsveitin Dikta heldur rólega tónleika í Austurbæ sem hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2500 kr inn.
Þórunn Antonía og Bjarni M. Sigurðarson ætla að spila nýtt efni af komandi plötu á Loftinu sem að þau hafa verið að vinna saman að í nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
CELL7 heldur útgáfutónleika á innri sal Harlem í samvinnu við Thule. Tilefnið er útgáfa plötunnar CELLF, sem er hennar fyrsta sólóverk. Aðgangseyrir er 1000 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.
Föstudagur 15. nóvember
Alchemia og Why Not Jack leiða saman hesta sína á Gamla Gauknum. Tónleikarnir byrjar kl 22 og það er frítt inn.
Laugardagur 16. nóvember
klukkan 17.00 mun Epic Rain frumsýna nýtt myndband við lagið Nowhere Street í Bíó Paradís. Hljómsvetin hefur verið að leggja drög að sinni annari plötu og er hún væntanleg í byrjun næsta árs. Þetta er því fyrsta lagið sem almenningur fær að heyra af nýju plötunni. King Lucky mun spila ljúfa tóna áður en myndbandið verður sýnt og boðið verður upp á léttar veitingar.