Tónleikahelgin 31. mars – 1. apríl

 

Föstudagur 31. mars

 

Hljómsveitin GlerAkur kemur fram á Hard Rock Cafe. Byrjar 22:00 og 2000 krónur inn.

 

Sváfnir Sig og drengirnir af upptökuheimilinu spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar ekkert inn.

 

Laugardagur 1. apríl

 

Hið svokallaða Stage Dive fest verður haldið í þriðja skipti á Húrra. Fram koma Dadykewl, Alva Islandia, Auður og kef LAVÍK. Gleðin hefst 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.

 

Kött Grá Pje kemur fram ásamt Heimi og Hlyni úr Skyttunum á Hard Rock Cafe. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Úrslitakvöld Músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Kvöldið byrjar 17:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Hipparokkbandið Lucy in Blue spilar á Dillon. Frítt inn og byrjar 22:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *