Flight Facilities endurhljóðblanda Miike Snow

Ástralska elektró dúóið Flight Facilties sendi á dögunum frá sér endurhljóðblöndun af laginu The Wave, með sænsku hljómsveitinni Miike Snow af plötu þeirra Happy To You sem kom út fyrr á þessu ári. Flight Facilties nálgast 50 þúsund aðdáendur á facebook og sendu því lagið frá sér í tilefni af því. Hlustið á þessa frábæru endurhljóðblöndun hér fyrir neðan.