14.1.2013 22:09

Geimdiskóið streymir frá Noregi

Norsararnir Todd Terje og Lindstrøm hafa undanfarið framleitt hágæða sci-fi diskó á færibandi og er skemmst að minnast að báðir komu við sögu á árslistum Straums fyrir síðasta ár. Þeir hafa bæði gefið út í eigin nafni en einnig verið iðnir við kolann í endurhljóðblöndunum á lögum hvors annars. Lanzarote er samstarfsverkefni þeirra og slær öðru nýlegu efni þeirra ekkert við, retrófjúturismi af bestu sort í ætt við framtíðarsýn áttunda áratugarins. Hlustið á lagið hér fyrir neðan og endurhljóðblöndun Diskjokke.


©Straum.is 2012