Wesen er splunkuný hljómsveit frá Reykjavík, en hana skipa Loji Höskuldsson og Júlía Hermannsdóttir sem áður hafa verið í hljómsveitum á borð við Sudden Weather Change, Oyama og Prins Póló. Lagið ‘The Low Road’ er fyrsta smáskífan af óútkominni fyrstu breiðskífu sem sveitin lauk nýlega við að vinna í samstarfi við Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast. Plata sú mun heita Wall of Pain og stefnir tvíeykið á að koma henni út í vetur. Wesen munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í Nóvember.