Tónleikahelgin 16. – 18. júlí 2015

Föstudagur 16. júlí

 

Snoop Dogg kemur fram og spilar sem DJ Snoopadelic í 2 klukkutíma á sviðinu með öðrum erlendum plötusnúðum. Einnig tekur hann vinsælustu lögin sín inn á milli til að halda uppi góðri stemningu. Ásamt Snoop Dogg koma fram rjómi íslenskrar tónlistar í dag ásamt virtustu plötusnúðum landsins en fram koma Blaz Roca ásamt Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Dabba T og Sesar Afrikanus, Úlfur Úlfur ásamt hljómsveit, DJ Gísli Galdur, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Tiny úr Quarashi og Alvia Islandia. Sömuleiðis stíga á stokk leynigestir sem enginn vill missa af.
19:00 – 19:50 DJ GÍSLI GALDUR
19:50 – 20:20 SHADES OF REYKJAVIK
20:20 – 21:10 KSF feat. ALVIA OG TINY
21:10 – 21:20 DJ GÍSLI GALDUR
21:20 – 21:50 ÚLFUR ÚLFUR
21:50 – 22:10 LEYNIGESTUR
22:10 – 22.20 DJ GÍSLI GALDUR
22:20 – 22:55 BLAZ ROCA + GESTIR + LEYNIGESTUR
23:00 – 01:00 DJ SNOOPADELIC + LEYNIGESTIR

Nolo og Just Another Snake Cult halda tónleika saman á Húrra. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir byrja 21:00. 1000 krónur inn.

 

Föstudagur 17. júlí 

Knife Fights, Jón Þór & Art School Reunion koma fram á Dillon. Tónleikarnir hefjast 22:00 og það er frítt inn.

 

Laugardagur 18. júlí 

 

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel  frá tólf á hádegi til miðnættis.

Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:

12:00 Sóley

13:00 Teitur Magnússon

14:00 Kælan Mikla

15:00 Futuregrapher

16:00 Markús and the Diversion Sessions

17:00 Valdimar

18:00 Rökkurró

19:00 Muck

20:00 Gísli Pálmi

21:00 DJ Yamaho

22:00 Agent Fresco

23:00 Emmsje Gauti

 

 

Sóley, Mosi Musik, Átrúnaðargoðin,  Joe Dubius og Dj JakeTries koma fram á Norðurmýrarhátíðinni klukkan 17:00 á Karlagötu.

Lights on the Highway  halda 10 ára útgáfuafmæli sinnar fyrstu plötu á Húrra. Þetta verða jafnframt síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í sumar sem og þeirra síðustu í ófyrirséðan tíma. Húsið opnar kl: 21:00. Tónleikar hefjast kl: 22:00 og miðaverð er 2.000 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *