Jólaplögg Record Records

Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem á laugardaginn. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli.

Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Snorri Helga, Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram.

Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu!
Miðinn gildir á báða staði!

Miðasala er hafin á midi.is

DAGSKRÁIN
GAMLI GAUKURINN
21:00 Snorri Helgason
22:00 Moses Hightower
23:00 Leaves
00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)
01:00 MAMMÚT

HARLEM
21:30 Hymnalaya
22:30 Vök
23:30 Lay Low
00:30 Ojba Rasta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *