Ljósmynd: Ómar Sverrisson
Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sem gaf á dögunum út sína aðra plötu Orna sendi í dag frá sér myndband við lagið Bara Þú. Framleiðsla, kvikmyndataka, leikstjórn og klipping var í höndum Sigurðs Unnars Birgissonar. En Sigurður sagðist hafa verið í mun að fanga samskonar tón og hann upplifði í laginu sem hann hafi séð sem óðs til einverunnar. Faðir hans leikur aðalhlutverkið í myndbandinu.