Tónleikar helgarinnar 11.-12. desember

Föstudagur 11. desember

Útgáfutónleikar Singapore Sling fara fram á Húrra, ásamt þeim mun hljómsveitin Skelkur í bringu koma fram. Það kostar 1500 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Gyða Valtýsdóttir tónlistarkona efnir til tónleika í Mengi í samstarfi við tónlistarmennina Hilmar Jensson, gítarleikara, Ólaf Björn Ólafsson, slagverks- og trommuleikara og þau Júlíu Mogensen og Pascal La Rosa, sem munu spila á kristalsglös á tónleikunum. Sjálf mun Gyða leika á selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 12. desember

Rafsveitin Sykur heldur fyrstu tónleika sína í miðbæ Reykjavíkur í langan tíma ásamt rapparanum GKR á Húrra. Miðaverð er 1000 kr og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

Hilmar Jensson kemur  fram í Mengi ásamt finnsku söng- og raddlistakonunni Johanna Elina Sulkunen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 það kostar 2000 kr inn.

Heiðurstributetónleikar Skúla mennska er haldnir í Tjarnabíó. Fram koma: Fram koma: Ása Aðalsteinsdóttir, Borko, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Þrír, Salóme Katrín Magnúsdóttir, Hemúllinn, Una Sveinbjarnardóttir, DÓH tríó, Karlakórinn Esja og Hljómsveit Skúla mennska. Það kostar 2000 kr inn og hefjast leikar klukkan 21:00.

Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Það kostar 2900 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *