Mac DeMarco á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti rétt í þessu 30 atriði sem koma fram á hátíðinni dagana 6.-9. nóvember. Mac DeMarco sem spilaði þar 2013  mun koma aftur fram í ár. Listamennirnir sem voru tilkynntir eru eftirfarandi:

Alexandra Stréliski (CA) // Amanda Tenfjord (NO) // Anna of the North (NO) // Aron Can // Auðn // Auður // Berndsen // Between Mountains // Boy Azooga (UK) // CeaseTone // Elín Sif // GDRN // Georgia (UK) // Grísalappalísa // Hatari // Hildur // IamHelgi // Mac DeMarco (CA) // Matthildur // Moses Hightower // Murkage Dave (UK) // Pavvla (ES) // Shame (UK) // SONS (BE) // The Garrys (US) // The Howl & The Hum (UK) // Une Misère // Vök // Warmland // Whitney (US)

 Hér má sjá viðtal sem Straumur átti við Mac DeMarco þegar hann kom fram á Iceland Airwaves fyrir tæpum 6 árum.

MAC DEMARCO from Straumur on Vimeo.

Straumur 4. febrúar 2019

Í Straumi í kvöld kíkir Markús Bjarnason í heimsókn með ný lög í farteskinu, auk þess sem nýtt efni frá Theophilus London, Kaytranada, Octo Octa, Bagdad Brothers, Jackie Mendoza og mörgum öðrum verður spilað. Þátturinn er í umsjón Óla Dóra og hefst á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Whiplash (feat. Tame Impala)  – Theophilus London

2) Well I Bet Ya – Kaytranada

3) Fast Lovers – Lemaitre

4) Það Varst Ekki Þú – Bagdad Brothers

5) De Lejos – Jackie Mendoza

6) Foam – Divino Niño

7) Let Me Down Easy – Markús

8) Er Ekki á Leið – Markús

9) Falskar Ástir – Floni

10) I Need You – Octo Octa

11) Jack Come Back – Joe Goddard

12) Got To Keep On – The Chemical Brothers

13) Beats – Begonia

14) Trouble – Omar Apollo

Jólastraumur 3. desember 2018

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Tyler, The Creator, Khruangbin, Mac Demarco, Le Couleur, Daða Freyr og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Wonderful Christmas Time – Mac DeMarco

2) Christmas Time Is Here – Khruangbin

3) Lights On (ft. Ryan Beatty, Santigold) – Tyler, The Creator

4) Merry Christmas Lil Mama – Change The Rapper

5) Le Dernier Noel – Le Couleur

6) Lonely Man Of Winter – Sufjan Stevens

7) Allir dagar eru jólin með þér – Daði Freyr

8) Christmas Will Break Your Heart – LCD Soundsystem

9) Emo Christmas ep – Wavves

10) Christmas in Antarctica (feat. Ben Gibbard) – The Minus 5

11) The Christmas Stick – Bubble & Squeak

12)  Alone On Christmas Day – Phoenix

13) Christmas In Nightmare City – Advance Base

14) The Christmas Party – The Walkmen

Viðtal: Jónbjörn í Pink Street Boys

Hljómsveitin Pink Street Boys sendu okkur upphafslagið af væntanlegri plötu á dögunum. Lagið heitir Blastoff og verður á plötunni Smells Like Boys sem kemur út hjá Tólf Tónum í haust. Í tilefni þess sendum við nokkrar tónlista tengdar spurningar á Jónbjörn Birgisson gítarleikara sveitarinnar.

 

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu ykkar Blastoff?

Okkur langaði til þess að gera einfalt sprengjulag. Textinn er jafn heilalaus og lagið.

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

Að hitta aðra tónlistamenn sem eru á svipaðri bylgjulengd.

En versta?
Að þurfa að heyra allt ruslið sem er í gangi í dag.

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir?
John Fogerty eða GG Allin

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Nýja platan frá Sick Thougts

The Suaves
Child Molesters
Wet Ones

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?
Uppáhalds soundtrackið mitt er úr myndinni Gummo. The Warriors í öðru sæti.

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð?
Grand Theft Parsons, frekar slöpp mynd en geggjuð músík.

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)
’66 til ’76 þá varð allt virkilega hrátt. Menn voru að átta sig á distorition gíturum og það er enn smá country í rokkinu.

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?
Flying Burrito Brothers – Sin City

The Stereo Shoestring – On the Road South

Fire – Flames (Fuzzaðasta lag sem samið hefur verið)

The Gizmos – Muff Divin’

The Tammys – Part of Growing Up

En plötur?
The Byrds – Sweetheart of the Rodeo
Sick Thoughts – Songs about people you hate
Electric Eels – Die Electric Eels

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Andy California í Boston. Kolruglaður Boston rokkari sem ber enga virðingu fyrir gítarnum sínum. Henti honum út um allt og tók sóló með því að stappa á honum.
Skelkur í Bringu voru líka frábær en ég man ekki hvar. Örugglega niðrí bæ

Uppáhalds plötuumslag?
The Moonhearts – st (2010)

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?
Væri til í að þýða lag með Ómari Ragnarsyni, fá svo Link Wray til að tromma á meðan ég og Dick Dale gítar bötlum.

Uppáhalds plötubúð í heiminum?
Fór í Amoeba í San Fransisco í Janúar. Þeir áttu allt ALLT sem ég var að leita að.
Besta kaffið er samt í 12 Tónum.

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Treysti ekki upptökustjórum. Gera þetta bara sjálfur.

Hvaða plata fer á á rúntinum?
Bestof CCR. Ef hann er of rispaður þá bara góðan mix disk frá Axeli Gítarleikara.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
Fór í einhverja úthverfisbúllu plötubúð í Boston. Þar keypti ég mér Electric Eels, Hasil Adkins og Zero Boys. Keypti líka allt af Andy California.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Ekki neyðarlegt fyrir mig en það fékk maður flogakast útaf skjávarpashowinu okkar einusinni. Það var hresst.

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Get ekki farið út úr húsi nema að ég hlusti á Born To Lose með The Heartbreakers. Annað sem klikkar ekki er Moonhearts með lagið I Hate Myself  og ef ég er að fara niðrí bæ, sem gerist ekki oft, þá er það The Freeze – I Hate Tourists

Enn í eftirpartínu?
Klaus Weiss Rhythm & Sounds – Survivor á repeat þangað til að allir fara heim og ég get farið að sofa.

Uppáhalds tónlistarhátíð?
Engin

Eitthvað að lokum?
Já, Rock off!

Sunna: viðtal

Ljósmynd: Senta Simond

 

Sunna Margrét Þórisdóttir sem áður var í hljómsveitinni Bloodgroup sendir frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni: „Hero Slave“, í dag. Lagið kemur út á Spotify og öðrum helstu tónlistarveitum.

Það er kannski ekki skrítið því Sunna hefur fengist við tónlist meira og minna alla ævi. Hún er alin upp á miklu tónlistarheimili, en pabbi hennar er tónlistarmaðurinn Þórir Baldursson. „Kannski er það þess vegna sem mér finnst gaman að „svindla“ í tónlist,“ segir hún, „að fara óhefðbundnar leiðir og gera það sem ekki má.“ Hún fékk nasaþefinn af erfiðu en skemmtilegu lífi atvinnutónlistarmannsins þegar hún hélt út í heim sem söngkona danssveitarinnar austfirsku Bloodgroup, þá innan við tvítugt.
Í dag býr Sunna í Lausanne í Sviss þar sem hún er í myndlistarnámi. Við spurðum hana út í nýja sólóferilinn, hennar helstu áhrifavalda og aðrar tónlistartengdar spurningar

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu og sólóferlinum

“Hero Slave varð til í listasögutímum sem allir fara fram á frönsku. Ég talaði ekki orð í frönsku þannig ég ákvað að setja upp heyrnatólin og semja tónlist í tölvunni. Textinn kom svo seinna en hann er sambland af draumi, veruleika og æskuminningum. Ég var stödd í veislu þar sem aðalumræðuefnið var flaska með dularfullu innihaldi. Svo fór að hún var á endanum opnuð. Um nóttina bjargaði hundur mér frá innihaldi flöskunnar og þaðan kemur nafnið: Hero Slave. Varðandi sólóferilinn að þá er þetta fyrsta lagið mitt og mér þykir vænt um það.”

Hver voru áhrifin á þig sem tónlistarmann að vera dóttir mest goðsagnakennda upptökustjóra Íslandssögunnar Þóris Baldurssonar

“Ég er auðvitað mjög stolt af pabba mínum og öllu því sem hann hefur gert og er ennþá að gera. Við spilum oft saman, hann á píanó og ég syng og það eru okkar bestu stundir. Hann hefur gefið mér mörg og góð ráð í gegnum árin. Þau hafa sum tengst tónlistarheiminum en þau bestu sem hann hefur gefið mér snúast um lífið og kærleikann.”

Hefurðu spurt hann mikið út í diskótímabilið og samstarf hans og Giorgio Moroder? 

“Við höfum aldrei talað um diskótímabilið né Giorgio Moroder enda hef ég aldrei spurt:) “

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

“Það besta er örugglega tjáningarfrelsið og þörfin fyrir að tjá sig. Adrenalínkikkið á sviðinu er líka einhver tenging inní annan heim.”

En versta?

“Flugvellir”

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? “Allavega Portishead. Svo er listinn langur…”

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu? “Eden Ahbez”

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd? “Häxan (Barði Jóhannsson)”

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð? “Stop Making Sense”

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?

Bonnie and Clyde – Serge Gainsbourg & Brigitte Bardot

This Woman’s Work – Kate Bush

Sunny Road – Emiliana Torrini

Fascination Street – The Cure

Lullaby – The Cure (Ég sofna oft með iTunes á repeat, þetta er vögguvísulistinn)

En plötur?

The Cure – ‘Galore: The Singles 87-97’

Portishead – ‘Dummy’ Allah-Las – ‘Allah-Las’

Gabor Szabo – ‘Dreams’

Red Hot Chili Peppers – ‘Californication’

Leonard Cohen – ‘The best of Leonard Cohen’

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)? “Allt LungA, LungA alltaf best, ég má alveg segja það”

Uppáhalds plötuumslag? “I Am Not Afraid – Hugh Masekela”

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með? “Serge Gainsbourg og Ella Fitzgerald”

Hvaða plata fer á á rúntinum? Life – The Cardigans

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir? “Fyrsta plata Megasar á vínyl”

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum? “Ég benti áhorfendum á að klappa en enginn tók undir og strákur sem sat fremst sagði: “Þetta var vandræðalegt”

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi? Got To Give It Up – Marvin Gaye

Enn í eftirpartínu? Alelda – Ný Dönsk

Uppáhalds tónlistarhátíð? Pohoda Festival og Iceland Airwaves

Eitthvað að lokum? Verum góð við hvort annað

 

Straumur 23. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Chance The Rapper, Andi, Buspin Jieber, h.dór, Okkervil River, Todd Terje og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Summer Friends” (featuring Jeremih & Francis and the Lights) – Chance The Rapper
2) Same Drugs – Chance The Rapper
3) All night (featuring Knox Fortune) – Chance The Rapper
4) Firecracker – Todd Terje & The Olsens
5) New Money Walk – Scott Hardware
6) Sound Asleep – h.dór
7) Radio Shock – Buspin Jieber
8) Automatic – Wolf Parade
9) Fútúrismi Feminisimi – Andi
10) Góðkynja – Andi
11) M O T H E R – East Of My Youth
12) Woozy – The Suburban Spaceman
13) Just What I needed / Not Just What I needed – Car Seat Headrest
14) Neon Dad – Holy Fuck
15) Okkervil River RIP – Okkervil River

 

Rafmagnsstólinn: Jón Gabríel í Nolo

 

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

Að þessu sinni var það Jón Gabríel Lorange söngvari og gítarleikari Nolo sem var grillaður en hann hefur síðustu misseri einbeitt sér ásamt öðrum hljómsveitarmeðlimum að nýrri Nolo plötu.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? 

Ég væri mest til í að hita upp fyrir Kalla Bjarna, ekki grín.

 

Hvað er besta tónlistin sem þú hefur uppgötvað á árinu? 

lagið Dance of the Knights með Serguei Prokofiev.

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?

Uppáhalds kvikmyndatónskáldið mitt er Howard Shore, uppáhalds tónlist í bíómynd er í Stanley Kubrick myndinni Barry Lyndon eða Shining!

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)

Ég á mér ekkert eitt uppáhalds tímabil í tónlistarsögunni en 20. öldin stendur þó uppúr.

 

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?

Ég er eiginlega bara með Nolo lög og mín lög á Itunes. Þannig það er svarið við því. Annars nota ég Youtube, vínyl og ipod til að hlusta á aðra tónlist.

 

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Bestu tónleikar sem ég hef séð “nýlega” eru örugglega Dirty Projectors á Airwaves 2012.

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn (íslandi / erlendis)?

Það eru ekki margir tónleikastaðir á Íslandi um þessar mundir en mér fannst Faktorý alltaf bestur. Annars eigum við eftir að spila á Paloma! Og gerum það 19. apríl!

 

Uppáhalds plötuumslag? 

líklegast þarna Santana platan með svörtum manni að halda á hvítum fugli. Man ekki hvað hún heitir… (Greatest Hits)

 

Þekkirðu Jakob Frímann (ef svo hvernig? hefurðu hitt hann?)? 

Hver er Jakob Frímann? Er hann á Bylgjunni?

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?

Ég myndi vilja taka jam-session með mjög mörgum en fyrsti sem kemur upp í huga er Bob Marley. Ég sendi honum e-mail um árið um hvort hann vildi syngja með Nolo, ekkert svar borist enn.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?

Ég væri mest til í að vinna með TUPAC SHAKUR!

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er , hver myndi það vera?

Ég myndi mest vilja vinna með upptökustjóranum George Martin, fimmti bítillinn.

 

 

Hvaða plata fer á á rúntinum? 

eitthvað rokkað og sultað eins og Master of Reality með Black Sabbath.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?

Síðasta tónlist sem ég keypti var Leonard Cohen plata sem gjöf.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?

Þegar ég sleit 3 strengi í einni stroku.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?

Líklega þessa Santana plata sem ég minntist á áðan.

 

Enn í eftirpartínu?  

Í eftirpartíinu myndi ég setja á einhverja seiðandi píanótónlist með Debussy, já eða Erik Satie.

 

Hver er frægasti Facebook vinur þinn?

Ívar Björnsson er frægasti facebook vinur minn.

 

Uppáhalds borgin þín?  Reykjavík

 

 

Þið eruð að vinna að nýrri plötu, hvaða fimm orð myndu lýsa henni best?

sniðug, snúin, safarík, inlegg og epli.

 

Hvaðan kemur nafnið Nolo?

Nafnið Nolo birtist Ívari í draumi þar sem hann var á ferðalagi um Tyrkland með ferðafélaga sem var fjallageitin Nolo.

Airwaves viðtal: Yo La Tengo

 

Hin goðsagnakennda indie hljómsveit Yo La Tengo frá Hoboken í New Jersey í Bandaríkjunum spilar í Silfurberg Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni klukkan 23:30 í kvöld. Við heyrðum í bassaleikara sveitarinnar James McNew og spurðum hann m.a. út í sögu sveitarinnar og tónleikar þeirra hér á landi.

 

 

 

Airwaves viðtal: Zola Jesus

Bandaríska söngkonan Nika Roza Danilova sem er best þekkt undir listamannsnafninu Zola Jesus er aðeins 24 ára gömul en hefur samt sem áður sent frá sér heilmikið af gæða efni frá því hún hóf sinn feril. Nika kemur fram í Gamla Bíó á Iceland Airwaves hátíðinni klukkan 1:00 næsta laugardag. Við tókum hana í stutt spjall á dögunum.