Ojba Rasta Sjónvarpsviðtal

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Við kíktum á nokkra meðlimi hljómsveitarinnar sem voru staddir í hljóðveri Gnúsa Yones History sem er staðsett í Vesturbæ  Reykjavíkur og spjölluðum m.a. við þá og Gnúsa um plötuna, reggí, Reykjavík Soundsystem kvöldin og þetta einstaka hljóðver.

Hljómsveitin heldur tónleika föstudagskvöldið 21. desember á Faktorý þar sem allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar. Á tónleikunum koma fram Ojba Rasta, Gnúsi Yones, Egill Ólafsson, Birkir B úr Forgotten Lores og leynigestir.

Tónlistarsenan í Montreal

Greg Bouchard frá hinu virta tónlistar- og menningar bloggi www.midnightpoutine.ca, frá Montreal var gestur Straums í byrjun þessa mánaðar. Greg fræddi okkur um tónlistarsenuna í Montreal sem er blómleg um þessar mundir og bar hana saman við þá íslensku. Greg kom einnig til okkar í fyrrasumar og sagði okkur frá því hvernig senan hefur þróast á milli ára. Það sem bar hæðst þetta árið eru auknar vinsældir tónlistarkonunnar Grimes. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið í ár og viðtalið frá því í fyrra, auk laga sem Greg mælti með frá tónlistarmönnum frá Montreal.

      1. Montreal 2012

      2. Montreal 2012

      3. Montreal 2011
      4. Montreal 2011
      5. Foliage - Marble Lion mp3
      6. Foliage - Marble Lion mp3
      7. Les Peuples - Organ Mood mp3
      8. Les Peuples - Organ Mood mp3

The Antlers gefa út EP plötu

Brooklyn bandið og íslandsvinirnir í The Antlers senda frá sér EP plötuna Undersea næsta þriðjudag. Hljómsveitin, sem er leidd af Peter Silberman hefur verið virk frá árinu 2006. Fyrstu tvær plötur þeirra Uprooted og In the Attic of the Universe eru í raun sólóplötur Silberman. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Hospice árið 2009 sem var fyrsta platan sem bandið allt sá um lagasmíðar og plötuna Burst Apart í fyrra. Fyrir neðan er hægt að hlusta á tvö lög af plötunni, Drift Dive og Endless Ladder, auk viðtals sem við tókum við Silberman áður en hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves 2010.

      1. 01 Drift Dive
      2. 02 Endless Ladder

Viðtal í Straumi árið 2010:

      3. The Antlers viðtal 2010