Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

Kraumslistinn 2012, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í gær. Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem líkt og síðustu tvö ár eru sex talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Tuttugu og einn tók þátt Í dómnefnd Kraumslistans 2012 en þar sátu:

Alexandra Kjeld, Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, , Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur S. Magnússon, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, Kamilla Ingibergsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Sólrún Sumarliðadóttir, og Trausti Júlíusson.

 

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

 

  • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

 

  • Hjaltalín – Enter 4

 

  • Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

  • Ojba Rasta – Ojba Rasta

 

  • Pétur Ben – God’s Lonely Man

 

  • Retro Stefson – Retro Stefson

Kraumslistinn – Úrvalslisti 2012

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en í næstu viku kemur í ljós hvaða 5 – 6 plötur af þessum tuttugu munu skipa Kraumslistann 2012. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Framkvæmd Kraumslistans 2012 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt  Árna Matthíassyni: Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, Guðni Tómasson, Egill Harðarson, Helena Þrastardóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson og Trausti Júlíusson.

Úrvalslisti Kraums 2012 – listinn er birtur í stafrófsröð:

 

  • ·         adhd – adhd4
  • ·         Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
  • ·         Borko – Born To Be Free
  • ·         Davíð Þór Jónsson – Improvised Piano Works 1
  • ·         Duo Harpverk – Greenhouse Sessions
  • ·         Futuregrapher – LP
  • ·         Ghostigital – Division of Culture & Tourism
  • ·         Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen – Stafnbúi
  • ·         Hjaltalín – Enter 4
  • ·         Moses Hightower – Önnur Mósebók
  • ·         Muck – Slaves
  • ·         Nóra – Himinbrim
  • ·         Ojba Rasta – Ojba Rasta
  • ·         Pascal Pinon – Twosomeness
  • ·         Pétur Ben – God’s Lonely Man
  • ·         Retro Stefson – Retro Stefson
  • ·         Sin Fang – Half Dreams EP
  • ·         The Heavy Experience – Slowscope
  • ·         Tilbury – Exorcise
  • ·         Þórir Georg – I Will Die and You Will Die and it Will be Alright