Straumur 14. mars 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Frankie Cosmos, Rostam, Lindstrøm, Andy Shauf, Sofi Tukker og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

 

 

1) Floated In – Frankie Cosmos
2) On The Lips – Frankie Cosmos
3) Fool – Frankie Cosmos
4) Sappho – Frankie Cosmos
5) Gravity Don’t Pull Me – Rostam
6) Coolin’ – Benedek
7) Hey Lion – Sofi Tukker
8) Closing Shot – Lindstrøm
9) White Light White Heat – Julian Casablancas
10) Action (ft. Cat Power & Mike D) – Cassius
11) Grecian Summer – Classixx
12) Run – Tourist
13) Silicon Tare – Com Truise
14) Brooklyn’s Own – Joey Bada$$
15) The Magician – Andy Shauf

Myndband frá CRYPTOCHROME

Íslenska rafsveitin Cryptochrome gaf út myndband við lagið Crazy Little You fyrr í dag. Myndbandið er hluti af verkefni sem hljómsveitin setti sér sem felst í að gefa út eitt myndband á mánuði á árinu 2016. Lögin verða svo öll á plötu sem nefnist MORE HUMAN sem kemur út seinna á þessu ár. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel gerðu myndbandið

B-MOVIE: LUST & SOUND IN WEST-BERLIN 1979-1989

Bíó Paradís og útvarpsþátturinn Straumur kynna: B Movie: Lust & Sound in West Berlin (1979-1989) föstudaginn 11. mars klukkan 20:00. Mynd um listir, tónlist og óreiðu í hinu Villta Vestri Berlínar á níunda áratugnum, en borgin var svo sannarlega suðupottur fyrir jaðar- og popp menningu á þeim tíma. Í myndinni gefur að líta að mestu áður óséð myndefni og upprunaleg viðtöl, í borg þar sem dagarnir eru stuttir og næturnar eru endalausar.

Myndinni hefur verið lýst sem stórskemmtilegu innliti inn í áratug, frá pönki til teknótónlistar á tímum þar sem Berlín var eins og B-mynd, ódýr og óreiðukennd og mjög sérstök. Ýmsum áhugaverðum persónum bregður fyrir, m.a. Nick Cave, Bela B., Blixa Bargeld og Eric Burdon. Allt frá sjónarhorni Mark Reeder sem var útsendari Factory Records í Vestur Berlín frá 1979 til 1989. Heimildamynd í anda 24 hour party people.

Þetta er fyrsta tónlistarsýning ársins hjá Bíó Paradís og Straumi en myndin er einnig hluti af þýskum dögum frá 11. – 20. mars í Bíó Paradís.

Tónleikar helgarinnar 10. – 12. mars 2016

Fimmtudagur 10. mars

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 10.-12. mars 2016.

20:00 Elín Ey

21:00 Valdimar & Örn Eldjárn

22:00 Sóley

Tónlistarmaðurinn Indriði kemur fram á Loft Hostel ásamt Arnari Sig. Það er ókeypis inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30.

Hljómsveitin Wesen kemur fram á Hlemmur Square. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Föstudagur 11. mars

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival heldur áfram í Gym og Tónik salnum Kex Hostel:

20:00 Ellen Kristjáns & Eyþór

21:00 Ragga Gröndal

22:00 Bangoura Band

Bíó Paradís og útvarpsþátturinn Straumur kynna: B Movie: Lust & Sound in West Berlin (1979-1989) föstudaginn 11. mars klukkan 20:00. Mynd um listir, tónlist og óreiðu í hinu Villta Vestri Berlínar á níunda áratugnum, en borgin var svo sannarlega suðupottur fyrir jaðar- og popp menningu á þeim tíma.

Annar hluti tónleikaseríunnar HMM:X. fer fram á Gauknum klukkan 21:00. HMM:X verður haldið mánaðarlega á helstu tónleikastöðum Reykjavíkur og aðgangseyrir alltaf 1000 krónur. Í kvöld koma fram: Kælan Mikla : Kvöl : Hatari : Necro Bros

House-tónlistar útgáfan Lagaffe Tales heldur sitt þrettánda label-kvöld á Kaffibarinum. Austuríski tónlistarmaðurinn Moony Me kemur fram en hann gaf nýlega út tveggja laga smáskífu hjá útgáfunni að nafni Fountain Grooves. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 12. mars

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival heldur áfram í Gym og Tónik salnum Kex Hostel:

20:00 Ingunn Huld

21:00 Skuggamyndir frá Býsans

22:00 Högn Egilsson

Alþýðusamband Íslands verður 100 ára 12. mars 2016 og býður af því tilefni til sannkallaðra stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Frábærir listamenn munu koma fram til að fagna þessum tímamótum: Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kynnar verða þeir Hannes og Smári aka Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00

Straumur 7. mars 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Kendrick Lamar, Poliça, M83, Health, Flume og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Do It, Try It – M83
2) One More – Weaves
3) Well But Strangely Hung Man – Sonny & The Sunsets
4) J.B.Y. – David August
5) Never Be Like You (Disclosure remix) – Flume
6) I’m In Control (The Magician remix) – Aluna George
7) Someway – Poliça
8) Fish – Poliça
9) untitled 03 | 05.28.2013. – Kendrick Lamar
10) untitled 08 | 09.06.2014. – Kendrick Lamar
11) You Are The Sunshine Of My Life – Jack White & The Electric Mayhem
12) Things Are Moving – Angry Angles
13) Nobody’s Baby – Sheer Mag
14) Your Best American Girl – Mitski

Die Antwoord á Secret Solstice

Suður-afríska hljómsveitin Die Antwoord mun koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í þriðja sinn í Laugardalnum 16. – 19. júní í sumar. Alls voru 31 ný atriði tilkynnt núna í morgun:

Die Antwoord [ZA] Flatbush Zombies [US] Art Department [CA] St Germain [FR] General Levy [UK] Slow Magic [US] M.O.P [US] Hjaltalín [IS] Stacey Pullen [US] Troyboi [UK] Paranoid London [UK] Gísli Pálmi [IS] Novelist [UK] XXX Rottweiler [IS] Robert Owens [US] Maher Daniel [CA] Reykjavíkurdætur [IS] Jack Magnet [IS] Nitin [CA] Lord Pusswhip & Svarti Laxness [IS] KSF [IS] Alexander Jarl [IS] Fox Train Safari [IS] Geimfarar [IS] Marteinn [IS] ILO [IS] Sonur Sæll [IS] Brother Big [IS] Rob Shields [UK] Balcony Boyz [IS] Will Mills [UK]

Myndbands frumsýning: Antimony

Hljóðgervlapopp-sveitin Antimony var að senda frá sér myndband við lagið Derelicte  í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Rex Beckett, Sigurði Angantýssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni var tilkynnt í dag ásamt Sigur Rós til þess að spila á Citadel Festival í London í júní. Fyrsta plata Antimony Wild Life kemur svo út á svipuðum tíma.

Texti lagsins, Derelicte sem samin var af Rex og sungin bæði af henni og Birgir á ensku og frönsku, fjallar í stuttu máli um þá einangrun og einmannaleika sem fylgir því að flytja í nýja borg en Rex flutti til Reykjavíkur frá Montreal árið 2009.

mynd: Ryan Ruth