Tónleikahelgin 12. – 13. febrúar 2016

Föstudagur 12. febrúar

Muck & Pink Street Boys & Skelkur í bringu koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Laugardagur 13. febrúar

Popptvíeykið Milkywhale ásamt rapp prinsinum GKR að spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Kött Grá Pje og Forgotten Lores koma fram á Stúdentakjallaranum klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Straumur 8. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Porches, Wild Nothing, Cullen Omori, Yuck, Junior Boys, Future og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. febrúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) It Means I Love You – Jessy Lanza
2) Underwater – Porches.
3) Braid – Porches.
4) Pool – Porches.
5) Mayback – Future
6) Fly Shit Only – Future
7) Reto – Essaie Ps
8) Baby Don’t Give Up On It – Junior Boys
9) Smoke & Retribution (Ekali remix) – Flume
10) Seesaw (Four Tet club version) – Jamie xx
11) Life Of Pause – Wild Nothing
12) TV Queen – Wild Nothing
13) Dust – Parquet Courts
14) Can’t Stop Fighting – Sheer Mag
15) Cannonball – Yuck
16) Sour Silk – Cullen Omori
17) Razrushitelniy Krug – Kedr Livanskiy

 

PJ Harvey á Airwaves

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Iceland Airwaves hátíð. Þar er stærsta nafnið vafalítið breska rokkgyðjan PJ Harvey. Hin bandaríska Julia Holter mun einnig stíga á stokk og hljómsveitin múm mun koma fram með hinum virta Kronos strengjakvartetti frá San Fransisco. Aðrir listamenn sem tilkynnt var um eru Mr. Silla, GKR, Axel Flóvent, Reykjavíkurdætur, Mammút, Sturla Atlas og Lush. Iceland Airwaves hátíðin fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðbæ Reykjavíkur 2.-6. nóvember næstkomandi.

Tónleikahelgin 5.-6. febrúar

Föstudagur 5. febrúar

 

Argentínski raftónlistarmaðurinn Alan Courtis kemur fram í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Það verður svokallað Throwdown kvöld á Gauknum þar sem rapp og hip hop verður í hávegum haft. Það verður rappað á ensku, spænsku og íslensku en eftirfarandi listamenn munu koma fram: VALBY BRÆÐUR, ÞRIÐJA HÆÐIN, KÍLÓ, RÍMNARÍKI, HOLY HRAFN & BINNI BÓ, ROYCER, BRÓÐIR BIG & GRÁNI ft. MC BJÓR & MORGUNROÐI, LAMAKO, AUTHENTIC, HETTUMÁVAR. Rappið byrjar klukkan 21:30 og aðgangur er ókeypis.

 

The Dirty Blues Band ætla að framkvæma blús- og fönkgjörning á Dillon. Leikar hefjast 22:30 og ókeypis inn.

 

Laugardagur 6. Febrúar

 

Það verður Karníval og latín stemmning á Húrra en fram koma dj samba, Samúel Jón Samúelsson Big Band, danshópurinn Capoeira Mandinga og Reykjavík Batucada. Dagskráin hefst 21:00 en Big Bandið hans Samma stígur á stokk 22:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Bandarísku tónlistarkonurnar Rachel Beetz, flautuleikari og Jennifer Bewerse, sellóleikari, stefna saman tónlist franska miðaldatónskáldsins Guillaume Machaut og austurríska tónskáldsins Peter Ablinger í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.

Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana TorriniGlowieSykur,  GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent FrescoMamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.

Pocket Disco – Rock & Roll

Hljómsveitin Pocket Disco gaf út sitt fyrsta lag og myndband “Rock & Roll” í síðustu viku. Hljómsveitin er skipuð af þeim Salóme R. Gunnarsdóttur og Steindóri Grétari Jónssyni. Viktor Orri Árnason, oft kenndur við hljómsveitina Hjaltalín, sá um upptöku og hljóðhönnun. Höfundur myndbandsins var Emil Ásgrímsson, hönnunarstjóri hjá Saga Film. Stórskemmtilegt íslenskt ítaló diskó í skammdeginu.

Straumur 1. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með School Of Seven Bells, Vaginaboys, Frankie Cosmos, Porches, Animal Collective, M.Ward og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Því miður er ekki upptaka af þættinum þessa viku.

1) Open Your Eyes – School Of Seven Bells
2) A Thousand Times More – School Of Seven Bells
3) Feeling – Vaginaboys
4) Ballerina In The Rain (Damon Albarn remix) – Fufanu
5) Sinister – Frankie Cosmos
6) Car – Porches
7) Lying In The Grass – Animal Collective
8) Pirate Dial – M. Ward
9) Confession – M. Ward
10) Arthropoda – Kaitlyn Aurelia Smith
11) Not My Market – Littler
12) Walk To The One You Love – Twin Peaks
13) Flip Side – Champion + Four Tet
14) Disparate – Champion + Four Tet

Nýtt lag frá Vaginaboys

Vaginaboys voru rétt í þessu að senda frá sér glænýtt lag á soundcloud síðu sinni. Lagið heitir Feeling og er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Vaginaboys áttu mjög góðu gengi að fagna á síðasta ári og riðu feitum hestum frá ýmsum árslistum, til dæmis þessarar síðu sem og tónlistarverðlaunum Reykjavík Grapevine. Vaginaboys munu næst koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í Hörpu 18.-20. febrúar. Hlustið á Feeling hér fyrir neðan.