Ný plata frá Tonik Ensemble

Reykvíski raftónlistarmaðurinn Anton Kaldal sem sent hefur frá sér tónlist í rúman áratug undir nafninu Tonik gaf í dag út fyrstu plötu sína sem Tonik Ensemble. Á plötunni sem nefnist Snapshots vinnur Anton með mörgum frábærum tónlistarmönnum sem skýrir helst þessa nafnabreytingu. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á nýjustu smáskífuna Imprints af þessari frábæru plötu.

Straumur 9. febrúar 2015 – Sónar þáttur

Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur Sónar Þáttar 9. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Everybody Knows – SBTRKT
2) Preben Goes To Acapulco (Prins Thomas remix) – Todd Terje
3) Scruff Box – Randomer
4) Sleep Sounds – Jamie xx
5) Slide Off – Súrefni
6) Bipp – Sophie
7) Snow In Newark – Ryan Hemsworth
8) Expanding – Páll Ívan frá Eiðum
9) Imprints – Tonik Ensemble
10) Yoshi City – Yung Lean
11) Cian’t Hear it – Elliphant
12) Aus – Nina Kraviz
13) Aaron – Paul Kalkbrenner
14) Swingin’ Party – Kindness

Tónleikar helgarinnar 5. – 8. febrúar 2015

Fimmtudagur 5. febrúar

Félagarnir Jo Berger Myhre, Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason verja kvöldinu saman í Mengi í frjálsum spuna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Tónleikar með Teiti Magnússyni í Gym & Tonic á Kex Hostel. Teitur er annar aðallagahöfunda Obja Rasta og mun hann koma fram ásamt fullskipaðri hljómsveit. Miðaverð er 1500 kr. “Tuttugu og sjö” platan með Teiti á CD + miði á tónleika = 2500 kr.

In The Company Of Men, Ophidian I & Mannvirki á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Föstudagur 6. febrúar

Oyama og Tilbury spila á Húrra Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Krakkkbot heldur útgáfutónleika í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar í tilefni að Safnanótt Vetrarhátíðar, en þar mun Krakkkbot flytja plötu sína Blak Musik í heild sinni.  Tónleikarnir hefjast klukkan 20:45.

Hjalti Þorkelsson og hljómsveit leika lög Hjalta á Café Rósenberg. Aðgangseyrir er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 7. febrúar

Oberdada von Brútal mætir til leiks íj Mengi með frumflutning á antí-músíkverkinu PNTGRMTN, en Harry Knuckles ætlar að hita upp fyrir hann og flytja nokkur tilbrigði við stefið hávaða. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytur nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.

Sunnudagur 8. febrúar

Rafdúóið Mankan sem skipað er þeim Guðmundi Vigni Karlssyni og Tom Manoury koma fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.

A & E Sounds safna fyrir útgáfu

Hljómsveitin A & E Sounds safnar nú fyrir útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu á Karolina Fund. A & E Sounds er samstarfsverkefni Þórðar Grímssonar og Kolbeins Soffíusonar og hafa þeir síðastliðna mánuði verið að leggja lokahönd á skífuna.

Hugmyndin að henni kviknaði hjá Þórði vorið 2014 þegar hann stundaði nám við Weissensee listaháskólann í Berlín og samdi hann þar um 30 lög sem hann gaf út á Soundcloud.

 

Kolbeinn er nýútskrifaður úr hljóðtækni frá Stúdíó Sýrlandi og var umrædd plata lokaverkefni hans í því námi. 

Þórður útskrifast í vor úr grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og mun fyrir lokasýningu LHÍ hanna allt myndrænt útlit plötunnar sem verður í 500 prentuðum 180 gramma vínyl eintökum.

 

Meðal tónlistarmanna sem koma fram á plötunni eru organistinn Steinar Logi, kórinn Bartónar, trommarinn Orri Einarsson, píanóleikarinn Þóranna Dögg Björnsdóttir og söngkonan Jessica Meyer. Upptökurnar voru gerðar í Stúdíó Sýrlandi, Hallgrímskirkju og í hljóðveri þeirra Kolbeins og Þórðar á Skúlagötu. Söfnunin stendur til 6. apríl og geta þeir sem styrkja söfnunina pantað eintak af plötunni í forsölu.

 

Hér fyrir neðan má horfa á myndband við lagið Sunday Driver og kynningarstiklu fyrir plötuna.

 

Straumur 2. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt viðtal sem við áttum við Kindness sem kemur fram á Sónar Reykjavík seinna í þessum mánuði auk þess sem spilað verður efni frá Toro Y Moi Courtney Barnett, A Place To Bury Stranger, Computer Magic, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 2. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Doigsong – Kindness
2) To Die In L.A. – Lower Dens
3) Pedestrain at Best – Courtney Barnett
4) Cooking Up Something Good (demo) – Mac DeMarco
5) I’ll Be Back – Kindness
6) Swingin’ Party – Kindness
7) Ratcliff – Toro Y Moi
8) Lilly – Toro Y Moi
9) Run Baby Run – Toro Y Moi
10) Empyrean Abattoir – Of Montreal
11) What We Don’t See – A Place To Bury Stranger
12) Buried – Shlohmo
13) Shipwrecking – Computer Magic
14) Strange Hellos – Torres