Súpergrúbban The Cloak OX gefur út lag

The Cloak OX getur talist sem eins konar súpergrúbba þó flestir kannist eflaust ekki við alla meðlimi bandsins. Það eru þeir Andrew Broder (Fog og Why?), Martin Dosh (Fog og Andrew Bird), Mark Erickson (Fog,Dosh og Why?) og Jeremy Ylvisaker (Andrew Bird) sem mynda hljómsveitna og mun hún gefa út sína fyrstu breiðskífu Shoot the Dog þann 17. September. Þetta mun þó ekki vera fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér því fyrir tveimur árum kom frá þeim EP-platan Prisen . Aðillar úr ýmsum áttum munu koma að gerð væntanlegrar plötu m.a. meðlimir Tv on the Radio og Bon Iver.
Fyrsta lagið af Shoot the Dog er komið út og ber það titilinn „Pigeon Lung“ og inniheldur hrá gítar riff, beinskeittan texta og draugalegt yfirbragð.

Hlustið hér!

Straumur 22. júlí 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá AlunaGeorge, Crystal Stilts, M-band, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 á slaginu 23:00!

1) Best Be Believing – AlunaGeorge
2) F For You (Totally Enormous Extinct Dinosaurs remix) – Disclosure
3) Lost & Found – AlunaGeorge
4) Kaleidoscope Love – AlunaGeorge
5) Speed Of Dark – Emilíana Torrini
6) All Is Love – M-band
7) Sinking Stone – Gems
8) Elevate – St. Lucia
9) Rebirth – Yuck
10) Star Crawl – Crystal Stilts
11) An Impression – No Age
12) Recollection – Keep Shelly In Athens
13) Hive (featuring Vince Staples & Casey Veggies) – Earl Sweatshirt
14) The Truth – Dr. Dog
15) Prince’s Prize – Fuck Buttons
16) The Weight Of Gold – Forest Sword

Summer Camp sendir frá sér dansvæna diskótóna

Enska indí dúóið Summer Camp gefur út sjálftitlaða plötu þann 9. september og í tilefni af því hefur bandið sent frá sér smáskífuna „Fresh“. Þetta verður önnur breiðskífa hljómsveitarinnar sem gaf út frumraun sína Wolcome To Condale sem var innblásin af 80‘ synthapoppi árið 2011.
Summer Camp (platan) mun innihalda 12 lög og er „Fresh“ fyrsta smáskífan sem heyrist af plötunni. Lagið ber nafn með rentu, ferskt gítarplokk, grúví bassi í takt við seiðandi rödd Elizabeth Sankey, ávanabindandi viðlag og ætti heima á flestum dansvænum diskótekum.

Yuck gefa út fyrsta lagið af væntanlegri plötu

Margir efuðust um framtíð indie rokk sveitarinnar Yuck eftir að aðalöngvarinn Daniel Blumberg yfirgaf bandið til að einbeita sér að sólóferli undir nafninu Hebronix. Hljómsveitin sem nú starfar sem tríó hefur hins vegar svarað þeim efasemdum og sent frá sér lagið „Rebirth“ og er önnur plata þeirra í bígerð þó ekki sé enn kominn staðfestur útgáfudagur.
Yuck gáfu út sjálftitlaðan frumburð árið 2010 sem innihélt fuzzað 90‘ indí rokk og var þeim líkt við bönd á borð við Pavement, Dinosaur Jr. og My Bloody Valentine.
Þó stórt skarð hafi hoggið í Yuck við brotthvarf Blumberg virðist hljómsvein höndla það ágætlega og nýja lagið „Rebirth“ ekki alslæmt þó 90‘ fýlingurinn sé ekki alveg sá sami og á fyrstu plötunni og nálgast bandið nær shoegaze stefnunni.

Fyrsta plata Mazzy Star í 17 ár væntanleg

Draumkennda alternative hljómsveitin Mazzy Star hefur verið starfrækt frá árinu 1988 með nokkrum hléum og á þeim tíma gefið út þrjár plötur og er sú fjórða Season Of Your Day væntanleg þann 24. September. Síðasta breiðskífa Mazzy Star Among My Swan kom út árið 1996 en sveitin virðist engu hafa gleymt og hafa þau sent frá sér lagið „California“ því til staðfestingar.

Classixx remixa The Preatures

Classixx er bandarískur dj-dúett sem samanstendur af þeim Michael David og Tyler Blake og kom fyrsta plata þeirra Hanging Gardens út í maí á þessu ári. Þeir hafa nú tekið lagið „Is This How You Feel“ frá hljómsveitinni The Preatures og gefið því nýtt líf með ferskum synthatónum sem fara laginu ákaflega vel.

Tónleikar vikunnar

Þriðjudagur 16. júlí

R&B stórstjarnan Frank Ocean heldur tónleika í  Laugardalshöll. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 8.900 kr í stæði og 13900 í stúku, enn er hægt að kaupa miða á midi.is

Stroff, Skelkur í bringu og Sindri Eldon spila á neðri hæðinni á Faktorý. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á jazzkvöldi KEX kemur fram kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Samuel J. Samúelsson á básúnu og slagverk og Sigtryggur Baldursson á conga trommur. Tónlistin hefst kl. 20:30 og stendur í u.þ.b. 2 klst., með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis

 

Miðvikudagur 17. júlí

Hjómsveitin Chic undir styrkri handleiðslu stofnandans Nile Rodgers mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sisi Ey munu opna kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Enn er hægt að kaupa miða á midi.is og kostar 8.500 kr inn.

Raftónlistarpartý á Harlem -Tvíeykið MRC Riddims frá New York [nánar tiltekið Harlem] leikur á tónleikum á nýopnuðum innri sal Harlem (áður Volta). Ghostigital, AMFJ og Lord Pusswhip spila einnig í partíinu og Berglind Ágústsdóttir kemur sérstaklega fram með sín eigin lög í miðju setti MRC Riddims. Partýið stendur frá 22:00 – 01:00 og kostar 1000 kr. inn.

Ylja, Hymnalaya og Stormur halda tónleika á efri hæð Faktorý sem hefjast klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 18. júlí

Hljómsveitin Boogie Trouble spilar ljóðrænan diskó í gróðurhúsi Norræna hússins á ókeypis Pikknikk tónleikum kl 17:00.

NÆNTÍS VEIZLA í boði Sindra Eldon á Harlem Bar: TREISÍ, JÓN ÞÓR og SINDRI ELDON & THE WAYS koma fram auk þess sem Sindri mun Dj-a til lokunnar.

Gítarveisla í Bíó Paradís en þar stíga á stokk hljómsveitirnar Stroff, Skelkur í Bringu, Bárujárn og Dreprún. Tónleikarnir hefjast 22:00 og er frítt inn.

Sign og We Made God spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 19. júlí

Hljómsveitin Hymnalaya hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Hymns“. Sveitin ætlar að fagna því með léttum ókeypis tónleikum í 12 Tónum á Skólavörðustíg sem hefjast klukkan 17:30.

Moses Higtower og 1860 spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Laugardagur 20. júlí

KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel laugardaginn 20. júlí næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Fram koma: BABIES // BOOGIE TROUBLE // HJALTALÍN // KIPPI KANINUS // LOJI // MOSES HIGHTOWER // MUCK // NOLO // SAMÚEL J SAMÚELSSON BIG BAND // SÍSÍ EY // SYKUR //

 

Hjaltalín heldur tónleika á Faktorý, laugardagskvöldið 20. júlí. Um upphitun sér hljómsveitin Japam. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:45. Miðasala fer eingöngu fram við hurð og er aðgangseyrir 1.500 krónur.

 

 

 

 

 

Edward Sharpe and the Magnetic Zeros platan aðgengileg hlustunar

Þó enn sé vika í útgáfu sjálftitlaðrar plötu Edward Sharpe and the Magnetic Zeros hefur hljómsveitin skellt plötunni á netið og gert hana aðgengilega hlustunar. Þetta er þriðja breiðskífa bandsins sem fylgir á eftir plötunni Here sem kom út í fyrra en frumburður sveitarinnar Up from Below kom út árið 2009.
Edward Sharpe and the Magnetic Zeros (platan) er í takt við fyrra efni hljómsveitarinnar og inniheldur mjúkt sveitalegt þjóðlagarokk sem ætti að koma flestum í gott skap. Platan sem kemur formlega út 23. júlí inniheldur 12 lög og fyrir rúmlega mánuði síðan kom út fyrsta smáskífan „Better Days“.
Leppur hljómsveitarinnar Alex Ebert er virkilega ánægður með væntanlega plötu og segir þetta hráasta og frjálslegasta efni  sem komið hefur frá Edward Sharpe and the Magnetic Zeros til þessa. Hlustið hér!

 

Straumur 15. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ariel Pink, Soft Metals, Blóðberg, Jonathan Rado, Islands, Speedy Ortiz, King Krule og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 15. júlí 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Cha Cha Cha – Bárujárn
2) Hang On to Life – Ariel Pink and Jorge Elbrecht
3) Down Down The Deep River – Okkervil River
4) Despair (David Andrew Sitek vs Otis Pear Remix) – Yeah Yeah Yeahs
5) Teenagers In Heat – Holy Ghost!
6) Tell Me – Soft Metals
7) Easy Easy – King Krule
8) Keys – CFCF
9) Fun – Speedy Ortiz
10) Mkvl – Speedy Ortiz
11) Hand In Mine – Jonathan Rado
12) Wave Forms – Islands
13) Óskir – Blóðberg
14) Fugtive Air – Of Montreal
15) Forrest Gump – Frank Ocean