Child of Lov er með lækninguna

Huldumaðurinn Child of Lov gaf nýverið út stuðsmellinn Heal sem er forsmekkurinn af væntanlegri plötu sem kemur út í lok nóvember. Rödd þessa óþekkta ástarbarns er nokkuð rám og veðruð en hann er þó óhræddur við að dýfa sér í falsettuna. Ólygnir segja að suddalega bassalínan sé á ábyrgð sjálfs Damons Albarns en hún ásamt fönkuðum gítarriffum setja mikinn svip á lagið. Allt er þetta ákaflega skítugt en um leið grípandi klístrað þannig það límist vel við heilann. Í myndbandinu má svo sjá barnunga hipstera rústa hjóli, leika sér að sveppum og dansa á hjólaskautaballi. Á plötunni mun hann njóta aðstoðar áðurnefnds Albarns auk Thundercat og rapparans MF DOOM.

Airwaves þáttur 2 – 10/10/2012

 

Annar Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Sindri Már Sigfússon og hljómsveitin Tilbury kíktu í þáttinn, auk þess sem spiluð voru viðtöl við Árna Hjörvar úr The Vaccines og Michael Gira úr Swans.

1. hluti: Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      1. Airwaves 2 1 hluti

2. hluti: Viðtal við Árna Hjörvar úr The Vaccines 

      2. Airwaves 2 2 hluti

3. hluti: Viðtal við Tilbury og miði gefin 

      3. Airwaves 2 3 hluti

4. hluti: Viðtal við Swans

      4. Airwaves 2 4 hluti

Good Moon Deer með nýtt lag

Íslenska raftónlistarsveitin Good Moon Deer senda frá sér sitt annað lag – Black í dag. Hljómsveitin hefur verið starfandi í ár og samanstendur af þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartanssyni úr hljómsveitinni Miri. Good Moon Deer mun spila í fyrsta sinn á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Hægt er að hlusta og niðurhlaða laginu Black hér fyrir neðan.

 

Lagalisti vikunnar – Straumur 222

1. hluti

      1. 222 1

2. hluti

      2. 222 2

3. hluti

      3. 222 3

1) She Moves Through Air – Pojke

2) Burning Sand – Nolo

3) Outside – Seapony

4) Terminal – SBTRKT

5) Based Shit – DREΛMCΛST

6) Fuck U All The Time (Shlohmo remix) – Jeremih

7) Bloom – Gypsy & The Cat

8) Hostages – A.C. Newman

9) Strings – A.C. Newman

19) It’s a War – Blackbird Blackbird

11) Ecce Homo – Titus Andronicus

12) Sunglasses – Saturday Looks Good To Me

13) Intro-High & Low – Headlight

14) Here I Am – Adam Green / Binki Shapiro

Airwaves þáttur 1 – 3/10/2012

 

Fyrsti  Iceland Airwaves sérþáttur Straums á X-inu 977 var á dagskrá í gær. Hljómsveitirnar FM Belfast, Nolo og Japanese Super Shift and the Future Band komu í viðtal. Hlustið hér fyrir neðan.

 

1. hluti: Viðtal við FM Belfast

      1. Airwaves 1 2012

2. hluti:

      2. Airwaves 2 2012

3. hluti: Viðtal við Nolo 

      3. Airwaves 3 2012

4. hluti: Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

Myndband frá Halleluwah

Íslenska hip-hop tvíeykið Halleluwah sem samanstendur af þeim Sölva Blöndal og rapparanum Tiny sendi í dag frá sér myndband við lag sitt K2R sem kom út fyrir örfáum vikum. Í lok október er síðan fyrirhuguð útgáfa á tíu tommu sem mun innihalda lögin ”K2R” á A-hlið, og ”Whiplashes” á B-hlið. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sindri Már Sigfússon með nýtt verkefni

 

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf í dag út lagið She Move Through Air sem er eitt af ferskari íslensku efni sem greinarhöfundur hefur heyrt á þessu ári. Myndband við lagið sem leikstýrt er af Mána M. Sigfússyni er hægt að horfa á hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlaða niður laginu frítt af Soundcloud síðu Pojke.

 

Lagalisti vikunnar – Straumur 221

1. hluti

      1. straumur 221 1 hluti

2. hluti

      2. Straumur 2 1 10

3. hluti

      3. Straumur 221 3 hluti

 

1) Screaming Skull – King Tuff
2) Fireflies – Still Corners
3) Wrath Of God – Crystal Castles
4) Pairs – Daphni
5) Yes I Know – Daphni
6) Crashed (Out Soon on Black Butter) – Stay+
7) Is It Honest? – Woods
8) Silver Lining – Guards
9) Way Over Yonder in the Minor Key (Tom Grrrl remix) – Just Another Snake Cult
10) Tipp Topp – Prins Póló
11) Daradada – Grúska Babúska
12) Sérðu mig í lit? Jón Þór
13) Guiding Light (Television cover) – Tennis