30.3.2016 16:07

Nýtt lag frá Snorra Helgasyni

Reykvíski Þjóðlagapopparinn Snorri Helgason var að gefa út lagið Einsemd af væntanlegri plötu sem nefnist Vittu til og kemur út seinna á þessu ári. Lagið er það fyrsta sem Snorri gefur út frá því að platan Autumn Skies kom út haustið 2013 og er einstaklega hugljúft og má hlýða á það hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012