8. desember: Surfer’s Christmas List – Surfaris

Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin  til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964.

7. desember: Christmas In Harlem – Kanye West

Bandaríski rapparinn Kanye West gaf út lagið Christmas In Harlem rétt fyrir jólin 2010 og setti þar með punktinn yfir i-ið á frábærri endurkomu sem hófst með útgáfu hans á plötunni My Beautiful Dark Twisted Fantasy mánuði áður við einróma lof gagnrýnenda. Þess má geta að lagið inniheldur “sömpl” úr þremur lögum; Ain’t Nothing Like the Real Thing og Mercy Mercy Me (The Ecology) eftir Marvin Gaye og Strawberry Letter 23 eftir Shuggie Otis.

5. desember: Blue Christmas – First Aid Kit

Fyrir jólin 2008 gáfu sænsku systurnar í First Aid Kit út fallega ábreiðu af jólalaginu Blue Christmas sem fyrst var sungið af sveitasöngvarnum Doye O’Dell árið 1948 og er þekktast í flutningi Elvis Presley frá árinu 1957. Hlustið á flutning First Aid Kit hér fyrir neðan.

MP3 

      1. Blue Christmas