Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

The Sonics (US), Warpaint (US), Minor Victories(UK), Kate Tempest (UK), Samaris, Singapore Sling + 40 listamenn bætast við Iceland Airwaves 2016.

Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem tilkynntir hafa verið: Agent Fresco / Amabadama / Sturla Atlas / Auður / Petur Ben / Soffía Björg / Aron Can / Hannah Lou Clark (UK) / Axel Flóvent / Fufanu / GKR / Glowie / Emmsjé Gauti / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) / dj flugvél og geimskip / Futuregrapher / Dolores Haze (SE) / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Jennylee (US) / Karó / Liima (DE) / Lush (UK) / Mammút / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / múm with Kronos Quartet (US) / Máni Orra / Pink Street Boys / PJ Harvey (UK) / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Samaris / Mr.Silla / Singapore Sling / The Sonics (US) / Emil Stabil (DE) / Steinar / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Tonik Ensemble / Torres (US) / úlfur úlfur / Vök / Warpaint (US) / Dj Yamaho / VIO

PJ Harvey mun spila í Valsheimilinu, Sunnudaginn 6. November Vinsamlega athugið að ekki þarf sérmiða á tónleikana á sunnudagskvöldið í Valsheimilinu. Allir miðahafar Iceland Airwaves fá aðgang á meðan húsrúm leyfir. Varðandi múm ásamt Kronos Quartet í Eldborg, Hörpu föstudaginn 4. nóvember Tónleikarnir eru innifaldir í miðaverði en sérmiðar á þá verða afhentir í hádeginu á fimmtudeginum 3.nóvember í Hörpu. Fyrstir koma fyrstir fá er reglan sem gildir.

PJ Harvey á Airwaves

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Iceland Airwaves hátíð. Þar er stærsta nafnið vafalítið breska rokkgyðjan PJ Harvey. Hin bandaríska Julia Holter mun einnig stíga á stokk og hljómsveitin múm mun koma fram með hinum virta Kronos strengjakvartetti frá San Fransisco. Aðrir listamenn sem tilkynnt var um eru Mr. Silla, GKR, Axel Flóvent, Reykjavíkurdætur, Mammút, Sturla Atlas og Lush. Iceland Airwaves hátíðin fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðbæ Reykjavíkur 2.-6. nóvember næstkomandi.