Airwaves 2015 þáttur 1

Fyrsti þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977. Upptakan fór því miður ekki í gang fyrr en hálftími var búinn af þættinum og því vantar viðtalið við hljómsveitina Wesen. Í þættinum má heyra viðtal við rapparann GKR.

Airwaves sérþáttur 1 – 13. október 2015 by Straumur on Mixcloud

 

 

1) Sick Beat – Kero Kero Bonito

2) Garden – Hinds

3.Low Road – Wesen

4)Rough Hands – Wesen

5) Beach Boys – Wesen

6) Vinur Vina Minna – Oyama

7) Hey QT – QT

8) MSMSMSMSM – Sophie

9) Shout down – Skepta

10) Pary Zute/Learning To Love – La Priest

11) Ballin – GKR

12) Elskan afþví bara (GKR remix) – Vaginaboys

13) Oh Boy (ft. GKR) – Andreas Todini

14) Morgunmatur – GKR

15) Helloby – GKR

16) Bone Collector – H09909

17) Nude Beach A G-Go – Ariel Pink

18) Queen – Perfume Genius

19) Lemonade – Braids

20) 10:37 – Beach House

Airwaves sérþáttur Straums hefst í kvöld

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2015 er á næsta leiti mun Straumur á X-inu 977 hita upp fyrir hátíðina með sérþáttum öll þriðjudagskvöld frá klukkan tíu til tólf í samstarfi við styrktaraðila hennar Gulls og Landsbankans. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir kíkja í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Í fyrsta þættinum sem er í kvöld mun hljómsveitin Wesen og rapparinn GKR kíkja í heimsókn.

Dagskrá Iceland Airwaves 2015 kynnt

og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í sautjánda sinn, dagana 4. til 8. nóvember og verða listamennirnir sem koma fram verða um 240 talsins, þar af 72 erlendar sveitir. Þeir munu munu koma fram á 13 tónleikastöðum í miðborginni.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru

John Grant, Ariel Pink, Úlfur Úlfur, Beach House, Hot Chip, Perfume Genius, Bubbi & Dimma, Father John Misty, Battles, East India Youth, FM Belfast, Skepta, JME, QT, Mercury Rev, Sleaford Mods, Vök, Axel Flovent, Tonik Ensemble, GusGus, ghostigital, The Pop Group, Sturla Atlas, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, og fleiri.  Sjá nánar um alla listamenn hér!

 

Síðustu listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Í dag var lokatilkynning á þeim listamönnum sem fram koma á Iceland Airwaves hátíðinni 2015. Hátíðin er nú haldin í 17. sinn, dagana 4. til 8. nóvember.


Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

Tuff Love(UK), Agzilla, Amit, Dj AnDre, Andy Shauf(CA), Anna B Savage(UK), Arni Vector, Arnljótur, Art is Dead, Auður Wesen, Ave (FO), BÁRUJÁRN, Beneath, Bianca Casidy & the C.I.A.(US), BistroBoy, Blaue Blume(DK), Brilliantinus, BRNS(BE), Börn, Cell7, Chastity Belt (US), Cheddy Carter, Chili and the Whalekillers(AT/IS), Dad Rocks!(DK), DALÍ, DAVEETH, @djelvarrvksounds , Dream Wife, DÖPUR, EAST OF MY YOUTH, Elín Helena, Epic Rain, Exos, Flo Morrissey(UK), FM Belfast, Formation(UK), French for Rabbits(NZ), FURA, Gangly, Geislar, Ghostdigital, Good Moon Deer, Great Mountain Fire, Grúska Babúska, Gunnar Jónsson Collider, H.dór, Halleluwah, HAM, Helgi Valur, Hide Your Kids, Himbrimi, Hjaltalín, Holly Macve(UK), Hot Chip(UK), Hymnalaya, Jack Magnet Quintet, Jafet Melge, JoyCut(IT), Jóhann Eíriksson, Jónas Sen, Just Another Snake Cult, Justman, Kiasmos, Klassart, Kött Grá Pje, LoneLady(UK), Lord Pusswhip, Lucy In Blue, Mafama, Magnús Leifur, Mankan, Manu Delago Handmade(AT), MEAT WAVE(US), Mikael Lind, Mike Hunt, Milkywhale, MIRI, Momentum + Malneirophrenia, Mosi Musik, Mógil, Mr. Silla, Mr. Signout, My bubba, Nao(UK), Nordic Affect, Oculus, Odinn, Ohm, Ojba Rasta, Oyama, Par-Dar, Plasmic, Porches(US), Serengeti By President Bongo, Red Barnett, Royal, Ruxpin, Rúnar Thorisson, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Severed, Shades of Reykjavík, Sin Fang, Sindri Eldon & The Ways, Sinmara, Sisí Ey, Skelkur í bringu, skurken, SMURJÓN, Snooze Infinity, Stafrænn Hákon, Stereo Hypnosis, SYKUR, Telekinetic Walrus(US), The Drink(UK), The Vintage Caravan, Thor, TRPTYCH, Vaginaboys, VAR, Verveine(CH), Waage, When ‘Airy Met Fairy(LU), Dj YAMAHO, Þórir Georg, Pórunn Antonía Og Bjarni, Æla

Hot Chip Lokar Iceland Airwaves 2015

Iceland Airwaves 2015 lýkur með sannkölluðum stórtónleikum í Valsheimilinu sunnudaginn 8. nóvember. Þetta verður eins konar “hátíð inni í hátíðinni” og er markmiðið að ljúka 5 daga dagskrá með 7 klukkustunda gleði og dansi.
Hin frábæra hljómsveit Hot Chip frá Bretlandi hefur bæst í hóp listamanna þessa árs og mun hún stíga á stokk ásamt nokkrum af okkar heitustu íslensku böndum. Einnig mun hinn magnaði dúett frá Nottingham, Sleaford Mods koma fram en þeir hafa vakið mikla athygli fyrir einstaka texta og afar líflega sviðsframkomu.
Hot Chip þarf nú vart að kynna en sveitin hefur verið starfandi í 15 ár, gefið út 6 plötur og er þekkt fyrir hreint út sagt frábæra tónleika. Þeir hafa þrisvar spilað hérlendis, m.a. á Iceland Airwaves 2004 við frábærar undirtektir.
Við tilkynnum einnig FM Belfast til leiks en sú magnaða sveit sannar það aftur og aftur sem framúrskarandi tónleikaband.
Auk þeirra koma fram Intro Beats, dj flugvél og geimskip, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Allt eru þetta frábærir listamenn sem eru að gera gríðalega góða hluti um þessar mundir. Þess má geta að Agent Fresco og Úlfur Úlfur hafa hlotið mikið lof fyrir sínar nýjustu plötur og tróna á toppi vinsældalista.

Extreme Chill festival mun síðan taka yfir aðra hæðina í Valsheimilinu og færa fólki rjómann af íslenskri raftónlist – dásamleg tónlistarleg vin!

Miðar á hátíðina seljast hratt og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða í tíma. Búið er að tilkynna yfir 100 listamenn á Iceland Airwaves og stefnir í frábæra hátíð í ár. Í lok ágúst verður búið að tilkynna öll nöfn sem koma fram á hátíðinni en gert er ráð fyrir að um 210 atriði komi fram.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2015

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200 talsins.

Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sautjánda sinn í ár,
dagana 4. til 8. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves .

Listamennirnir sem bætast við eru:

Jme (UK)
Mercury Rev (US)
Endless Dark
Herra Hnetusmjör
Jón Ólafsson & Futuregrapher
Lucy Rose (UK)
kimono
Arca dj set (VE)
Markús & The Diversion Sessions
Reykjavíkurdætur
Weval (NL)
Braids (CA)
russian.girls
SOAK (IE)
Saun & Starr (US)
Soffía Björg
Bernard & Edith (UK)
Emilie & Ogden (CA)
Valdimar
Curtis Harding (US)
B-Ruff
Himbrimi
Kælan Mikla
Rozi Plain (UK)
Berndsen
Aurora (NO)
Kiriyama Family
Caterpillarmen
Kontinuum
CeaseTone
NAH (US)
Borko
Toneron
Kippi Kanínus
Sturla Atlas
Beebee and the bluebirds
In the Company of men
Dr Gunni
Trúboðarnir
TUSK
Lára Rúnars
Úlfur Úlfur
Súrefni
Grísalappalísa
Svartidauði
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Björk, John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Vök,
Father John Misty (US) Perfume Genius (US), GusGus, Skepta (UK), Júníus Meyvant, Ariel Pink (US), Bubbi og Dimma, Gísli Pálmi, Sleaford Mods (UK), M-Band, Batida (PT), Hinds (ES), Low Roar, Beach House (US),Fufanu, Teitur Magnússon, East India Youth (UK), Young Karin, Pink Street Boys, Mourn (ES), BC Camplight (UK), Asonat, Yagya, Dikta, The OBGM´s (CA), Tonik Ensemble, Ylja, Weaves (CA), Vök og dj flugvél og geimskip and many more.

Björk í Eldborg, Hörpu, laugardaginn 7.nóvember kl 15:00
Miðum á tónleika Bjarkar verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 6.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Björk.

John Grant og Sinfó, fimmtudaginn 5.nóvember kl 20:00
Miðum á tónleikana verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds fimmtudaginn 5.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni.

Beach House og Battles á Airwaves

24 nýjar hljómsveitir voru kynntar til leiks á Airwaves hátíðina í ár og þar ber hæst bandaríska draumapoppbandið Beach House, háværu stærðfræðirokkarana í Battles og Sophie og QT sem eru fánaberar hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Hér fyrir neðan má sjá allar hljómsveitir sem var bætt við dagskrána.

QT
SOPHIE
Skepta
Sleaford Mods
Mirel Wagner
Tanya Tagaq
William Tyler
Kero Kero Bonito
Future Brown
Meilyr Jones
Felicita

Brim
Low Roar
Árstíðir
Gísli Pálmi
Futuregrapher
Rythmatik
Axel Flovent
Mysþirmyng
Mani Orrason
Dikta
Vio

Björk á Iceland Airwaves 2015

Þau tíðindi voru að berast úr herbúðum Iceland Airwaves að sjálf Björk Guðmundsdóttir muni koma fram á hátíðinni í ár. Þá var einnig tilkynnt að John Grant komi fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríski söngvarinn Father John Misty og breska postpunk hljómsveitin The Pop Group verða meðal listamanna sem spila á hátíðinni. Íslensku sveitirnar Vök, Sóley, Muck, Hekla og Agent Fresco voru líka tilkynntar en allt bætist þetta ofan á listamenn eins og Ariel Pink, Perfume Genius, GusGus, Hinds, M-Band, East India Youth, Tonik Ensemble og dj flugvél og geimskip sem áður höfðu verið kynntir til leiks. Það er ljóst að það stefnir í ansi þétta hátíð en hún fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðborg Reykjavíkur 4.-8. nóvember næstkomandi.

Ariel Pink á Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag um fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru í dag eru: Ariel Pink, Batida, BC Camplight, East India Youth, Hinds, Mourn, The OBGMs, Operators, Perfume Genius og Weaves.

Auk þeirra koma fram íslensku listamennirnir: Asonat, dj flugvél og geimskip, Fufanu, GusGus, Júníus Meyvant, Júníus Meyvant, M-band, Pink Street Boys, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Yagya og Young Karin.

 

Iceland Airwaves 2015 – nr.1 from Iceland Airwaves on Vimeo.