Airwaves yfirheyrslan – Sindri Sin Fang

Airwaves yfirheyrslan er nýr liður á síðunni til að kynna Iceland Airwaves hátíðina og nokkra af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Fyrstur til yfirheyrslu er Sindri Már Sigfússon sem flestir íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við. Hann er forsprakki tveggja hljómsveita sem hafa spilað oft á Iceland Airwaves á síðustu árum – Seabear og Sin Fang en Sindri mun koma fram með þeirri seinni í Gamla Bió föstudaginn 2. nóvember klukkan 0:50. 

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Ég held að það hafi verið 2001. man ekkert hvað ég sá.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?


Það eru nokkrir.  Á seinustu árum var ég mjög hrifinn af Dirty Projectors og Haushka með samuli í fríkirkjunni var klikkað. Shins (2004) og Rapture (2002) tónleikarnir standa líka uppúr.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

2004 minnir mig áður en við gáfum út fyrstu seabear plötuna. Það var mjög skemmtilegt og kom skemmtilega á óvart hvað það mætti mikið af fólki. Hef spilað á 8 eða 9 hátíðum í það heila en þetta eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef spilað á.  Þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum með fullri hljómsveit og ég var bara mjög ánægður með að vera að spila yfirhöfuð.

 


Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún vera orðin meira pro. Vel farið með mann og svona. Mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Ég er mjög hrifinn af Iðnó. Mér fannst líka mjög gaman að spila á Nasa á Airwaves því að það var eiginlega eina skiptið sem maður gat fengið alveg fullt af fólki á Nasa. Svo er ég mjög ánægður með að óperan sé komin inní þetta. 

 


Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Vorum að spila á sama tíma og Beach House eitt árið, það var leiðinlegt að missa af þeim. Eitt árið þá fórum við á Bandaríkjatúr á fimmtudeginum þannig að við misstum af öllu festivalinu.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? 

Við vorum að spila með Anna Von Hausswolff um daginn og það var rosalegt. Svo langar mig að sjá Goat, Jon Hopkins, Mariam The Believer og Mykki Blanco. Svo finnst mér fínt að labba bara um og sjá eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er.

 


Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þínar hljómsveitir? 

Hef alveg kynnst einhverju bransafólki í gegnum þessa hátíð og spilað á öðrum hátíðum eftir að einhver sá okkur þarna.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?


7-8 sinnum held ég. Ekkert miðað við Magga trommara (Magnús Tryggvason Eliassen  trommara Sin Fang)

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo.

 

Listasafnið eða Harpa?
Bæði.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Bara skemmta sér og vera ekki að stressa sig of mikið á því að það séu einhverjir útlenskir blaðamenn í krádinu.

 

 

Dagskráin á Airwaves tilbúin

 

Það eru aðeins 48 sólahringar í að Iceland Airwaves hátíðin verði flautuð á og orðið tímabært að finna út hvar og hvenær þú vilt vera á meðan veislan stendur yfir. Dagskráin er tilbúinn, uppselt er á hátíðina og þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.

Dagskrána er að finna hér.

Iceland Airwaves tilkynnir síðustu listamennina sem spila í ár

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag restina af þeim listamönnum og hljómsveitum sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Fucked Up (CA), Jagwar Ma (AU), Ásgeir, Nite Jewel (US), Money (UK), Sykur, Caveman (US), Mikhael Paskalev (NO), Sísý Ey, Gluteus Maximus, Daníel Bjarnason, Pétur ben, Shiny Darkly (DK), Caterpillarmen, Eivör Pálsdóttir (FO), Kira Kira, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Electric Eye (NO), Lára Rúnars, Elín Ey, Nadia Sirota (US), Trust the Lies, Terrordisco, Marius Ziska (FO), Svartidauði, Amaba Dama, Strigaskór Nr 42, Benny Crespo’s Gang, Bárujárn, Byrta (FO), Halleluwah, Loji, Ramses, Cell7, Quadruplos, Subminimal, Thizone, DJ AnDre, Skurken, Jara, Gang Related, Stroff, Vigri, Ragga Gröndal, Árni², Bob Justman, Bellstop, Kaleo, The Mansisters (IS/DK), Dísa, Oculus, Housekell, Úlfur Eldjárn, Fears (IS/UK), FKNHNDSM, Mono Town, Æla, dj. flugvél og geimskip, Hellvar, Jan Mayen, Grúska Babúska, Love & Fog, My Bubba, Myrra Rós, Skelkur í bringu, The Wicked Strangers, Lockerbie, Kippi Kaninus og Skepna!

50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!

Yo La Tengo á Iceland Airwaves

Tilkynnt var um 25 nýja listamenn sem munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í dag og þar ber hæst hina mikilsvirtu  bandarísku indísveit Yo La Tengo. Aðrir í erlendu deildinni eru Tape og El Rojo frá Svíþjóð, Carmen Villain frá Noregi, Moon King frá Kanada og Jakob Juhkam frá Eistlandi. Af íslenskum listamönnum sem bætt hefur verið við má nefna Ólaf Arnalds, Sólstafi, Prins Póló, Samaris, Low Roar, Nolo, UMTBS og Lord Pusswhip. Hægt er að skoða öll böndin sem bættust við á heimasíðu airwaves.

Aukatónleikar með Kraftwerk í Eldborg

Elektrófrumkvöðlarnir í Kraftwerk sem spila á Iceland Airwaves hátíðinni í byrjun nóvember hafa nú bætt við aukatónleikum hér á á landi. Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 4. nóvember og miðasala hefst á hádegi 6. maí eða næstkomandi mánudag, en þeir sem hafa tryggt sér miða á Airwaves býðst að kaupa miða í forsölu sem hefst á föstudaginn. Ekki er þó nauðsynlegt að eiga miða á Airwaves til að kaupa miða á aukatónleikana og miðaverð er 8.900, 11.900 eða 12.900 eftir staðsetningu í salnum.

Fyrri tónleikar sveitarinnar verða sunnudaginn 3. nóvember og munu slá botninn í Iceland Airwaves en þeir verða einnig í Eldborg og miðum á þá verður dreift til gesta hátíðarinnar í Hörpu föstudaginn 1. nóvember eftir „Fyrstur kemur, fyrstu fær“ reglu og er þá einn miði á hvert armband. Tónleikar sveitarinnar eru mikil upplifun fyrir augu og eyru og þrívíddargleraugu eru nauðsynleg til að njóta sjónarspilsins til fulls.

 

Tilkynnt um fleiri listamenn á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um yfir  20 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; AlunaGeorge, Zola Jesus, Robert Foster, Mariam The Believer, On An On, DIANA og Stealing Sheep. Þeir íslensku listamenn sem bættust í hópinn eru; Mammút, Pedro Pilatus, Muck, Grísalappalísa, Vök, In The Company Of Men, Aragrúi, Reptilicus, Rúnar Magnússon, Jónas Sen, Þóranna Dögg Björnsdótir/Trouble, Björk Viggósdóttir/Lala Alaska og AMFJ.

Fleiri listamenn bætast við Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 8 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir listamenn sem tilkynntir voru eru; Múm, Sin Fang, danska söngkonan  MØ, Bloodgroup, Metz frá Kanada,  Young Dreams  frá Noregi,  Oyama og Sumie Nagano frá Svíþjóð. 

 

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 12 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Gold Panda, Goat, Omar Souleyman, Fatima Al Qadiri, Anna Von Hausswolf og No Joy. Hátíðin tilkynnti einnig um sex íslenska listamenn; Hjaltalín, Pascal Pinon, Valdimar, Tilbury, Ojba Rasta og Momentum. Hægt er að nálgast upplýsingar um þessa listamenn á heimasíðu Iceland Airwaves.