Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.

 

 

Esben & the Witch spila á Íslandi

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem næstkomandi laugardag 31. ágúst kl. 22. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á midi.is og í verslunum Brim. Miðar munu einnig fást við hurðina.

Esben & the Witch koma frá Brighton í Englandi og eru á mála hjá hinu frábæra plötufyrirtæki Matador Records, sem meðal annars gefa út plötur hljómsveita á borð við Queens of the Stone Age og Yo La Tengo. Sveitin hefur gefið út tvær breiðskífur og sú seinni, Wash the Sins Not Only the Face, kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir.

Stroff er spáný hljómsveit frá Hafnarfirði skipuð þungavigtarmönnum úr íslenskri jaðarrokksenu. Good Moon Deer er austfirzkur raftónlistardúett. 

50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!

Tónleikar helgarinnar 24. – 26. maí

Föstudagur 24. maí

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi.

Kex Hostel:

20:00: Þórir Georg

20:45: Withered Hand

Volta:

21:15: Tonik

22:00: Good Moon Deer

22:50: Bloodgroup

23:40: PVT

00:40: Sykur

 

 

Laugardagur 25. maí

MC Bjór og Bland spilar sína fyrstu tónleika í verslun Lucky Records, Rauðarárstíg 6 klukkan 17:00.

Reykjavík Music Mess heldur áfram:

Kex Hostel:

20:00: Good Moon Deer

20:45: Stafrænn Hákon

Volta:

21:15: Just Another Snake Cult

22:00: OYAMA

22:50: Muck

23:40: DZ Deathrays

00:40: Mammút

Ofvitarnir, Sayatan og Skerðing koma fram á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.

 

Sunnudagur 27. maí

Síðasti dagur Reykjavík Music Mess:

Kex Hostel:

20:00: Just Another Snake Cult

20:45: MMC

Volta:

21:15: Loji

22:00: Stafrænn Hákon

22:50: Withered Hand

23:40: Monotown

 

 

Fleiri hljómsveitir á Reykjavík Music Mess

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess verður haldin 24. til 26.  maí á tónleikastaðnum Volta og Kex Hostel. Miðasala er hafin á midi.is og eru miðar á tilboði til 16. apríl eða meðan birgðir endast.

Fleiri hljómsveitir hafa bæst í hóp þeirra sem munu koma fram á hátíðinni. Monotown, Stafrænn Hákon, Boogie Trouble, Loji og Tonik munu allar spila. Hljómsveitin PVT frá Ástralíu er meðal þeirra sem koma fram, en þeir eru á mála hjá breska útgáfufélaginu Warp. Þrjár íslenskar hljómsveitir hafa bæst sömuleiðis í hópinn en þær eru SykurJust Another Snake Cult og Good Moon Deer. Alls hafa 10 hljómsveitir staðfest komu sína en um 15 hljómsveitir munu koma fram á Reykjavík Music Mess. Nánari upplýsingar og hlekkir á hljómsveitirnar má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Listi hinna staðfestu:

BLOODGROUP

DZ DEATHRAYS (AUS)

GOOD MOON DEER

JUST ANOTHER SNAKE CULT

MAMMÚT

MUCK

OYAMA

PVT (AUS)

SYKUR

WITHERED HAND (UK)

Bird by Snow hefur Evróputúr á Faktorý

Bandaríski folk-tónlistarmaðurinn Bird by Snow mun hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu með því að troða upp á Faktorý næsta laugardagskvöld. Hann spilar lágstemmda þjóðlagatónlist og hefur verið líkt við listamenn á borð við Mount Eerie og Karl Blau. Á tónleikunum koma einnig fram kammerpoppsveitin Útidúr sem hyggjast gefa út EP plötu í vor, lo-fi skrýtipopp sveitin Just Another Snake Cult og spunakenndi rafdúettinn Good Moon Deer. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Good Moon Deer með nýtt lag

Íslenska raftónlistarsveitin Good Moon Deer senda frá sér sitt annað lag – Black í dag. Hljómsveitin hefur verið starfandi í ár og samanstendur af þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartanssyni úr hljómsveitinni Miri. Good Moon Deer mun spila í fyrsta sinn á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Hægt er að hlusta og niðurhlaða laginu Black hér fyrir neðan.