Stefnir Gunnarsson fyrrum gítarleikari og söngvari hinnar sálugu hljómsveitar Landa Sport gaf í dag út þriðju plötuna undir nafninu Japanese Super Shift. Platan kemur nákvæmlega út ári eftir að platan 47 kom út og heitir Double Slit Album. Stefnir hefur unnið að plötunni síðasta árið og er afraksturinn ein af sterkari indie plötum sem komið hafa út á Íslandi á þessu ári. Hlustið hér fyrir neðan.
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Young Ejecta, Cyril Hahn, Ofelia, Monomotion, Day Wave, Dilly Dally, Chemical Brothers, Jack J, Moses Sumney og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Radiate – The Chemical Brothers
2) Into Your Heart – Young Ejecta
3) Blue Hell Island – Monomotion
4) As A Bell – Ofelia K
5) Same (ft. Yumi Zouma) – Cyril Hahn
6) Shine (Joe Goddard remix) – Years & Years
7) Thirstin’ – Jack J
8) Headcase – Day Wave
9) Why Does It Shake – Protomartyr
10) Desire – Dilly Dally
11) Leave a Trace – CHVRCHES
12) The Knower – Youth Lagoon
13) Suburban Nights – Sean Nicholas Savage
14) O Superman (Laurie Anderson cover) – Moses Sumney
SYKUR, Grísalappalísa, Gangly, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas og dj. flugvél og geimskip koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á laugardaginn. LungA fagnar 15 ára afmæli sínu í sumar og munu þessir stórtónleikar setja lokapunktinn á þessa frábæru hátíð. Tónleikasvæðið við gömlu fiskvinnsluna verður ævintýraleg upplifun í sjálfu sér og á sérsmíðuðu sviði LungA munu hljómsveitirnar koma fram
Athugið að miðinn kostar 5.900 kr á tix.is til miðnættis 17. júlí. Eftir að miðasölu lokar á netinu verður einungis hægt að versla miða við hurð á tónleikdardaginn, kostar þá miðinn 6.900 kr.
Snoop Dogg kemur fram og spilar sem DJ Snoopadelic í 2 klukkutíma á sviðinu með öðrum erlendum plötusnúðum. Einnig tekur hann vinsælustu lögin sín inn á milli til að halda uppi góðri stemningu. Ásamt Snoop Dogg koma fram rjómi íslenskrar tónlistar í dag ásamt virtustu plötusnúðum landsins en fram koma Blaz Roca ásamt Herra Hnetusmjör, Joe Frazier, Dabba T og Sesar Afrikanus, Úlfur Úlfur ásamt hljómsveit, DJ Gísli Galdur, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Tiny úr Quarashi og Alvia Islandia. Sömuleiðis stíga á stokk leynigestir sem enginn vill missa af.
19:00 – 19:50 DJ GÍSLI GALDUR
19:50 – 20:20 SHADES OF REYKJAVIK
20:20 – 21:10 KSF feat. ALVIA OG TINY
21:10 – 21:20 DJ GÍSLI GALDUR
21:20 – 21:50 ÚLFUR ÚLFUR
21:50 – 22:10 LEYNIGESTUR
22:10 – 22.20 DJ GÍSLI GALDUR
22:20 – 22:55 BLAZ ROCA + GESTIR + LEYNIGESTUR
23:00 – 01:00 DJ SNOOPADELIC + LEYNIGESTIR
Nolo og Just Another Snake Cult halda tónleika saman á Húrra. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir byrja 21:00. 1000 krónur inn.
Föstudagur 17. júlí
Knife Fights, Jón Þór & Art School Reunion koma fram á Dillon. Tónleikarnir hefjast 22:00 og það er frítt inn.
Laugardagur 18. júlí
Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel frá tólf á hádegi til miðnættis.
Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:
12:00 Sóley
13:00 Teitur Magnússon
14:00 Kælan Mikla
15:00 Futuregrapher
16:00 Markús and the Diversion Sessions
17:00 Valdimar
18:00 Rökkurró
19:00 Muck
20:00 Gísli Pálmi
21:00 DJ Yamaho
22:00 Agent Fresco
23:00 Emmsje Gauti
Sóley, Mosi Musik, Átrúnaðargoðin, Joe Dubius og Dj JakeTries koma fram á Norðurmýrarhátíðinni klukkan 17:00 á Karlagötu.
Lights on the Highway halda 10 ára útgáfuafmæli sinnar fyrstu plötu á Húrra. Þetta verða jafnframt síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í sumar sem og þeirra síðustu í ófyrirséðan tíma. Húsið opnar kl: 21:00. Tónleikar hefjast kl: 22:00 og miðaverð er 2.000 kr.
Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 18. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og munu koma fram tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum. KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.
Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir opnir almenningi á meðan rúm leyfir. Mikill stemmning er fyrir KEXPort í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.
Myndbandstöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í fyrsta skiptið sem það verður gert.
Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:
12:00 Sóley
13:00 Teitur Magnússon
14:00 Kælan Mikla
15:00 Futuregrapher
16:00 Markús and the Diversion Sessions
17:00 Valdimar
18:00 Rökkurró
19:00 Muck
20:00 Gísli Pálmi
21:00 DJ Yamaho
22:00 Agent Fresco
23:00 Emmsje Gauti
Meðal þeirra sem hafa komið fram á KEXPort eru Samúel Jón Samúelsson Big Band, Kiriyama Family, Ghostigital, Low Roar, Sóley, Tilbury, Snorri Helgason, Úlfur Úlfur, Mr. Silla, Sykur, Dimma, Reykjavíkurdætur, Sometime, Kött Grá Pje, MUCK, Kippi Kanínus og Moses Hightower.
Í Straumi í kvöld verða teknar fyrir nýjar plötur með Ratatat, Mac DeMarco og Destroyer. Auk þess verða skoðuð ný lög með Thundercat, Maximum Balloon, Ought, Toro Y Moi og fleirum.
1) Countach – Ratatat
2) Nightclub Amnesia – Ratatat
3) I Will Return – Ratatat
4) Them Changes – Thundercat
5) Let It Grow (ft. Karen O Tunde Adebimpe) – Maximum Balloon
6) Beautiful Blue Sky – Ought
7) Just To Put Me Down – Mac DeMarco
8) Another One – Mac DeMarco
9) Pitch Black (ft. Rome Fortune) – Toro Y Moi
10) Swords – M.i.A
11) Vikram – Daphni
12) Times Square – Destroyer
13) Bangkok – Destroyer
14) After Me – Misun
Í þættinum í kvöld verður tekin fyrir nýjasta breiðskífa Tame Impala – Currents, auk þess sem fjallað verður um nýtt efni frá Beach House, Wavves, Abra, Media Jeweler, DJ Rashad og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.
1) The Moment – Tame Impala
2) Past Life – Tame Impala
3) New Person, Same Old Mistakes – Tame Impala
4) Sparks – Beach House
5) Deicide – Crystal Castles
6) Roses Xoxo – Abra
7) How It’s Gonna Go – Wavves X Cloud Nothings
8) No Life For Me – Wavves X Cloud Nothings
9) Autopilot – Media Jeweler
10) CCP2 (ft. DJ Spinn) – DJ Rashad
11) Do You See My Skin Through The Flames – Blood Orange
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200 talsins.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sautjánda sinn í ár,
dagana 4. til 8. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves .
Listamennirnir sem bætast við eru:
Jme (UK)
Mercury Rev (US)
Endless Dark
Herra Hnetusmjör
Jón Ólafsson & Futuregrapher
Lucy Rose (UK)
kimono
Arca dj set (VE)
Markús & The Diversion Sessions
Reykjavíkurdætur
Weval (NL)
Braids (CA)
russian.girls
SOAK (IE)
Saun & Starr (US)
Soffía Björg
Bernard & Edith (UK)
Emilie & Ogden (CA)
Valdimar
Curtis Harding (US)
B-Ruff
Himbrimi
Kælan Mikla
Rozi Plain (UK)
Berndsen
Aurora (NO)
Kiriyama Family
Caterpillarmen
Kontinuum
CeaseTone
NAH (US)
Borko
Toneron
Kippi Kanínus
Sturla Atlas
Beebee and the bluebirds
In the Company of men
Dr Gunni
Trúboðarnir
TUSK
Lára Rúnars
Úlfur Úlfur
Súrefni
Grísalappalísa
Svartidauði
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Björk, John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Vök,
Father John Misty (US) Perfume Genius (US), GusGus, Skepta (UK), Júníus Meyvant, Ariel Pink (US), Bubbi og Dimma, Gísli Pálmi, Sleaford Mods (UK), M-Band, Batida (PT), Hinds (ES), Low Roar, Beach House (US),Fufanu, Teitur Magnússon, East India Youth (UK), Young Karin, Pink Street Boys, Mourn (ES), BC Camplight (UK), Asonat, Yagya, Dikta, The OBGM´s (CA), Tonik Ensemble, Ylja, Weaves (CA), Vök og dj flugvél og geimskip and many more.
Björk í Eldborg, Hörpu, laugardaginn 7.nóvember kl 15:00
Miðum á tónleika Bjarkar verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 6.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Björk.
John Grant og Sinfó, fimmtudaginn 5.nóvember kl 20:00
Miðum á tónleikana verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds fimmtudaginn 5.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni.
Straumur kvöldsins er helgaður ATP hátíðinni sem fram fer í Ásbrú um næstu helgi. Fjallað verður um bönd og listamenn á borð við Run The Jewels, Iceage, Mudhoney, Iggy Pop, The Field, The Bug, Belle and Sebastian og fleiri auk þess sem flutt verður viðtal við Michael Gira forsprakka hljómsveitarinnar The Swans. Straumur með Óla Dóra milli ellefu og tólf á X-inu 977!
1) Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels
2) Run Tee Jewels – Run The Jewels
3) Fight The Power – Public Enemy
4) Play For Today – Belle & Sebastian
5) Love Will Tear Us Apart – Swans
6) Remember – Iceage
7) Urban Guerilla – Mudhoney
8) Loose – Iggy Pop & The Stooges
9) A Paw In My Face – The Field
10) Void – The Bug
11) THe Modern Age – Chelsea Wolfe
Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog sendi fyrr í kvöld frá sér myndband við lagið Stelpur í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Myndbandið var tekið upp í Barcelona í febrúar á þessu ári og lögðu þeir Helgi Pétur og Jón Þór upp með að fanga eins konar tímaskekkju af borg sem tekið hefur miklum breytingum undanfarna áratugi. Jón gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2012 og fylgir henni hér eftir með þessu lagi. Lagið er eitt af hressari lögum sem Straumur hefur heyrt á þessu ári og er svo sannarlega sterkur kandítat sem sumarlagið 2015.