Straumur 24. ágúst 2015

Í Straumi kvöldsins verður farið yfir væntanlegar plötur frá Beach House, The Weeknd og Tamaryn, auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Panda Bear, Aeroplane, Chance The Rapper og ODESZA. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 24. ágúst 2015 by Straumur on Mixcloud

1) 10:37 – Beach House
2) Levitation – Beach House
3) Space Song – Beach House
4) No Mans Land – Panda Bear
5) Real Life – The Weeknd
6) Tell Your Friends – The Weeknd
7) Page One Is Love – Aeroplane
8) Sugar Fix – Tamaryn
9) Intruder (Waking You up) – Tamaryn
10) Dubby (ft. Danny Brown) – DJ SPinn & DJ Rashad
11) Israel (ft. Noname Gypsy) – Chance The Rapper
12) Right, Off The Bridge – Yumi Zouma
13) Sleeper Hold – Saintseneca
14) Light (ft. Little Dragon) – ODESZA

Tónleikahelgin 20. – 22. ágúst 2015

Fimmtudagur 20. ágúst

Tilbury & Snorri Helgason koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

BÁRUJÁRN, Godchilla og russian.girls halda tónleika á Paloma. Það kostar 1000 kr inn og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

 

 

 

Föstudagur 21. ágúst

Festisvall Fünf hefur hátíðarhöldin í Reykjavík með útitónleikum í portinu við Kex Hostel föstudaginn 21. ágúst. Á tónleikunum koma fram Berndsen, Hermigervill, Good Moon Deer og East Of My Youth. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og eru ókeypis.

Kvöl og Antimony koma fram á Bar 11. Það kostar ekkert inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

Perlusultan mun koma saman á Gauknum og heiðra bandarísku rokksveitina Pearl Jam með því að leika plötuna Ten í heild sinni ásamt því að telja í þekkta slagara frá löngum ferli sveitarinnar. Tónleikar hefjast 23:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

 

Laugardagur 22. ágúst

Fjöldi tónleika er að finna útum alla Reykjavík þennan dag. Dagkrána má nálgast hér!

Hot Chip Lokar Iceland Airwaves 2015

Iceland Airwaves 2015 lýkur með sannkölluðum stórtónleikum í Valsheimilinu sunnudaginn 8. nóvember. Þetta verður eins konar “hátíð inni í hátíðinni” og er markmiðið að ljúka 5 daga dagskrá með 7 klukkustunda gleði og dansi.
Hin frábæra hljómsveit Hot Chip frá Bretlandi hefur bæst í hóp listamanna þessa árs og mun hún stíga á stokk ásamt nokkrum af okkar heitustu íslensku böndum. Einnig mun hinn magnaði dúett frá Nottingham, Sleaford Mods koma fram en þeir hafa vakið mikla athygli fyrir einstaka texta og afar líflega sviðsframkomu.
Hot Chip þarf nú vart að kynna en sveitin hefur verið starfandi í 15 ár, gefið út 6 plötur og er þekkt fyrir hreint út sagt frábæra tónleika. Þeir hafa þrisvar spilað hérlendis, m.a. á Iceland Airwaves 2004 við frábærar undirtektir.
Við tilkynnum einnig FM Belfast til leiks en sú magnaða sveit sannar það aftur og aftur sem framúrskarandi tónleikaband.
Auk þeirra koma fram Intro Beats, dj flugvél og geimskip, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Allt eru þetta frábærir listamenn sem eru að gera gríðalega góða hluti um þessar mundir. Þess má geta að Agent Fresco og Úlfur Úlfur hafa hlotið mikið lof fyrir sínar nýjustu plötur og tróna á toppi vinsældalista.

Extreme Chill festival mun síðan taka yfir aðra hæðina í Valsheimilinu og færa fólki rjómann af íslenskri raftónlist – dásamleg tónlistarleg vin!

Miðar á hátíðina seljast hratt og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða í tíma. Búið er að tilkynna yfir 100 listamenn á Iceland Airwaves og stefnir í frábæra hátíð í ár. Í lok ágúst verður búið að tilkynna öll nöfn sem koma fram á hátíðinni en gert er ráð fyrir að um 210 atriði komi fram.

Straumur 17. ágúst 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt nýtt efni frá Neon Indian, Wavves, Teen Daze, FKA Twigs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld milli 23:00 og 0:00 á X-inu 977.

Straumur 17. ágúst 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Heavy Metal Detox – Wavves
2) Slumlord – Neon Indian
3) Snakeskin – Deerhunter
4) It Starts at The Water – Teen Daze
5) Post Storm – Teen Daze
6) Life In the Sea – Teen Daze
7) Genocide [ft. Kendrick Lamar, Marsha Ambrosius, and Candice Pillay] – Dr. Dre
8) Camo – Clap! Clap!
9) You Don’t Have To Be Alone – DJ Stadium
10) In Time – FKA Twigs
11) How Long – All Dogs
12) Moonshiner – Kevin Morby

Straumur 10. ágúst 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir væntanlega plötu Kurt Vile b’lieve i’m goin down auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Joanna Newsome, Youth Lagoon, FKA Twigs, Ben Khan, Four Tet og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu  23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 10. ágúst 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Dust Bunnies – Kurt Vile
2) I’m an Outlaw – Kurt Vile
3) Life Like This – Kurt Vile
4) Sapokanikan – Joanna Newsom
5) Highway Patrol Stun Gun – Youth Lagoon
6) Figure 8 – FKA Twigs
7) Blade (Tidal Wave Of Love) demo – Ben Khan
8) Ghost (ft. Vince Staples) – With You
9) Last Dance BASED FREESTYLE – Lil B X Chance The Rapper
10) All I See Is You – MSTRO
11) BACK2THESTART – Four Tet
12) Bad Art & Weirdo Ideas – Beach Slang
13) Let It Happen (Tame Impala cover) – Husky
14) Over And Even – Joan Shelley
15) Wild Imagination – Kurt Vile

Tónleikahelgin 6. – 8. ágúst 2015

Fimmtudagur 6. ágúst

Agent Fresco halda hlustunarpartí fyrir plötuna Destrier í Bíó Paradís. Fögnuðurinn stendur yfir frá 19:00 í kvöld og það er frítt inn.

Marks And The Diversion Session koma fram á Loft Hostel í Bankastræti. Um upphitun sjá þeir Marteinn Sindri Jónsson og Daníel Friðrik Böðvarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er ókeypis inn.

Þeir Teitur Magnússon og James Wallace koma fram í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Tonik Ensemble fagnar útgáfu breiðskífunnar “Snapshots” sem kom út fyrr á árinu með tónleikum á Húrra.  Einnig kemur fram hljómsveitin Asonat, sem er skipuð þeim Jónasi Þór Guðmundssyni, Fannari Ásgeirssyni og Olenu Simon. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

Föstudagur 7. ágúst

Tónlistarmennirnir Jón Þór og Helgi Valur spila á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er ókeypis inn.

Úlfur Hanson spilar á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 8. ágúst.

Mosi Musik heldur party í portinu á Prikinu til að fagna nýju plötunni sem var að koma út. Árituð eintök verða gefin. Átrúnaðargoðin ætla að hita upp og Jake Tries mun sjá um ljúfa tóna á staðnum. Partýið byrjar kl. 16.00

Hljómsveitin Low Roar kemur fersk úr tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

All I See Is You – MSTRO

Reykvíski raftónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO fylgdi í vikunni á eftir laginu So In Love With U sem kom út í janúar á þessu ári með nýju lagi sem nefnist All I See Is You. Líkt og síðast kom myndband við lagið út á sama tíma og var því einnig leikstýrt af þeim Stefáni og bróðir hans Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni.

Straumur 27. júlí 2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýjar plötur frá Seven Davis Jr og Japanese Super Shift auk þess sem flutt verður ný tónlist frá Kurt Vile, Deradoorian, Jerry Folk, Taragana Pyjarama og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 27. júlí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Sunday Morning – Seven Davis Jr.
2) Everybody Too Cool – Seven Davis Jr.
3) Pretty Pimpin – Kurt Vile
4) The Eye – Deradoorian
5) The Kind Of Girl – All Dogs
6) Chili Town – HINDS
7) 2 AM – Japanese Super shift
8) Dreadful Moments – Japanese Super shift
9) Twist My Fingaz – YG
10) Together (Kenton Slash Demon remix) – Taragana Pyjarama
11) Futura – Jerry Folk
12) Vakning – Vald