Arcade Fire The Reflektor Tapes í Bíó Paradís á laugardaginn

Þriðja tónlistarsýning Straums í samstarfi við Bíó Paradís verður næsta laugardag klukkan 20:00! Hin glænýja heimildamynd Arcade Fire: The Reflektor Tapes verður sýnd það kvöld. Í myndinni er fylgst með hljómsveitinni Arcade Fire við undirbúning á gerð plötunnar Reflektor, þar sem áhorfendur eru fluttir inn í stóbrotið ferðalag hljóðheims og sjónræns landslags hljómsveitarinnar. Fylgst er með hljómsveitinni þar sem hún leggur drög að plötunni á Jamæka, upptökuferlinu í Montreal, óvæntum tónleikum á hóteli á Haítí á fyrsta kvöldi karnivalsins, fram að tónleikunum í Los Angeles og London, þar sem áhorfendur stóðu á öndinni.

Airwaves sérþáttur Straums hefst í kvöld

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2015 er á næsta leiti mun Straumur á X-inu 977 hita upp fyrir hátíðina með sérþáttum öll þriðjudagskvöld frá klukkan tíu til tólf í samstarfi við styrktaraðila hennar Gulls og Landsbankans. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir kíkja í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Í fyrsta þættinum sem er í kvöld mun hljómsveitin Wesen og rapparinn GKR kíkja í heimsókn.

Straumur 12. október 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá listamönnum á borð við Madeira, Nicolas Jaar, Rival Consoles, Kelela, DJ Paypal, Courtney Barnett og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slagin 23:00 á X-inu 977.

Straumur 12. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Let Me Down – Madeira
2) Fight – Nicolas Jaar
3) Ghosting – Rival Consoles
4) A Message – Kelela
5) Gomenasai – Kelela
6) With Uuuuuuu (ft. Feloneezy & Jackie Dagger) – DJ Paypal
7) Spectrum – Goldlink
8) Lose Control – Joey Bada$$
9) Atlantis – The Flaming Lips
10) Ballin’ Chain – Dilly Dally
11) Shivers – Courtney Barnett

Hjaltalín gera myndband við lagið We Will Live For Ages

Högni Egilsson forsprakki hljómsveitarinnar Hjaltalín gerði myndband við hið frábæra lag sveitarinnar We Will Live For Ages þegar hann var staddur í Marokkó á dögunum. Lagið sem kom út fyrr á þessu ári hljómar eiginlega eins og ekkert annað sem Hjaltalín hefur sent frá sér.

Oyama breiða yfir Teit

Reykvíska shoegaze hljómsveitin Oyama fékk áskorun í gegnum Twitter frá Birni Teitssyni upplýsingafulltrúa Rauða krossins síðasta gamlársdag um að gera ábreiðu af laginu Vinur vina minna.


Hljómsveitin tók áskorun Björns og hafa nú gefið út lagið með sínu nefi. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin syngur á íslensku.

Mynd: Sigga Ella

Straumur 5. október 2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýtt efni frá Kaytranada, Sophie, Autre ne Veut, Fred Thomas og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 5. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Go ahead – Kaytranada
2) Vinur Vina Minna (Teitur Magnússon cover) – Oyama
3) MSMSMSM – Sophie
4) Funk ( I Got This) – !!!
5) Cold Winds – Autre Ne Veut
6) The One – Louis La Roche
7) My Head Hurts – Wavves
8) 1994 – PWR BTTM
9) Dairy Queen – PWR BTTM
10) I Wanna Boi – PWR BTTM
11) Tearing Me Up – Bob Moses
12) Love Is In Bloom – Fred Thomas

Nýtt myndband frá Just Another Snake Cult

Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult var að senda frá sér myndband við lagið You Live You Die. Þórir Bogason söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar gerði myndbandið sem tekið var upp í æfingarhúsnæðinu Reglu hins öfuga pýramída í febrúar. Helga Jóns, Jón Bragi Pálsson, Bjarki Sól, Stína Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Thorarensen, Pontus Djarv, Lucy Hill, Pálmi Freyr Hauksson, Hjalti Freyr Ragnarsson, Indriði Arnar Ingólfsson og Andrea Kristinsdóttir koma fram í myndbandinu.

John Carpenter á ATP 2016

Bandaríski leikstjórinn og tónskáldið John Carpenter kemur fram á ATP  á Ásbrú á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem John Carpenter flytur tónlist sína opinberlega og í eigin persónu. Hann kemur til með að leika mörg af sínum þekktustu verkum ásamt lögum af nýju plötunni sinni Lost Themes auk nýrra tónverka.

John Carpenter er brautryðjandi þegar kemur að tónlist og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist við eigin kvikmyndir en um leið gert nokkur eftirminnilegustu kvikmyndaskor sem samin hafa verið fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Nefna má myndir eins og Dark Star (1974), Assault on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), Christine (1983), Starman (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of Darkness (1987) og They Live (1988) sem dæmi um það.

Kvikmyndatónlist Carpenters er þeim gæðum gædd að hún lifir góðu lífi fyrir utan bíósalinn. Það má auðveldlega fjarlægja hana úr kvikmyndunum sem hún fylgir og njóta áfram. Áhrif tónlistarinnar eru slík. Kaldur hljómur endurtekninga og rafmögnuð tónlistin hrífa hlustandann með sér í ferðalag um undraheima fulla af fegurð en líka ævintýra, tryllings og spennu. Það er nánast ómögulegt að hugsa sér kvikmyndaáhugafólk sem ekki þekkir hljóðheim John Caprenters því hann er í einu orði sagt einstakur. Nægir að nefna tónlistina úr Halloween því til sönnunar.

Í febrúar síðastliðnum sendi John Carpenter frá sér sína fyrstu plötu á löngum ferli sem saman stendur af nýjum tónsmíðum og lögum sem ekki eru saman sérstaklega fyrir bíómyndir. PlatanLost Themes, gefin út hjá Sacred Bones Records, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda en hún hefur einnig komist inn á vinsældarlista bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Lost Themeshljóðritaði John Carpenter með syni sínum Cody Carpenter og Daniel Davies en þeir munu koma fram á tónleikunum á Íslandi ásamt tónskáldinu auk hljómsveitar og tilkomumikillar sviðssetningar.

Tilkynnt verður um fleiri listamenn síðar en ATP á Íslandi er líkt og áður haldið á Ásbrú í Keflavík. Boðið er upp á tónlist á tveimur sviðum innandyra auk þess sem sýndar verða sérvaldar kvikmyndir, keppt í PopQuiz, dansað við dj-tóna í diskósal og margt fleira. Meðal listamanna sem komið hafa fram á ATP á Íslandi síðustu þrjú ár má nefna Nick Cave and the Bad Seeds, Portishead, Iggy Pop, Neil Young & Crazy Horse og Public Enemy.

 

Straumur 28. september 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Frankie Cosmos, Deerhunter, H.dór, Wavves, Chvrches, Peaches, Floating Points, Majical Cloudz, Wesen og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 28. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Sand – Frankie Cosmos
2) All the same – Deerhunter
3) Living My Life – Deerhunter
4) Desert – H.dór
5) Never Ending Circles – Chvrches
6) The Hills (RL Grime remix) – The Weeknd
7) Knock Knock (ft. MF Doom) – Med, Blu & Madlib
8) Nelly – Isaiah Rashad
9) Way Too Much – Wavves
10) Pony – Wavves
11) Rub – Peaches
12) Echoes – Disclosure
13) Argent – Floating Points
14) Creown (The Alchemist remix) – Run The Jewels
15) Rough Hands – Wesen
16) Beach Boys – Wesen
17) Are You Alone – Majical Cloudz