Tónleikar helgarinnar 11.-12. desember

Föstudagur 11. desember

Útgáfutónleikar Singapore Sling fara fram á Húrra, ásamt þeim mun hljómsveitin Skelkur í bringu koma fram. Það kostar 1500 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Gyða Valtýsdóttir tónlistarkona efnir til tónleika í Mengi í samstarfi við tónlistarmennina Hilmar Jensson, gítarleikara, Ólaf Björn Ólafsson, slagverks- og trommuleikara og þau Júlíu Mogensen og Pascal La Rosa, sem munu spila á kristalsglös á tónleikunum. Sjálf mun Gyða leika á selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 12. desember

Rafsveitin Sykur heldur fyrstu tónleika sína í miðbæ Reykjavíkur í langan tíma ásamt rapparanum GKR á Húrra. Miðaverð er 1000 kr og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

Hilmar Jensson kemur  fram í Mengi ásamt finnsku söng- og raddlistakonunni Johanna Elina Sulkunen. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 það kostar 2000 kr inn.

Heiðurstributetónleikar Skúla mennska er haldnir í Tjarnabíó. Fram koma: Fram koma: Ása Aðalsteinsdóttir, Borko, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Þrír, Salóme Katrín Magnúsdóttir, Hemúllinn, Una Sveinbjarnardóttir, DÓH tríó, Karlakórinn Esja og Hljómsveit Skúla mennska. Það kostar 2000 kr inn og hefjast leikar klukkan 21:00.

Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Það kostar 2900 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00

Jingle Bell Rocks sýnd í Bíó Paradís í kvöld

Straumur í samstarfi við Reykjavík Records Shop og Bíó Paradís sýnir heimildamyndina Jingle Bell Rocks í Bíó Paradís klukkan 20:00 í kvöld. Í myndinni er heimur “öðruvísi” jólalaga skoðaður. Talað er við plötusafnara sem safna aðeins þannig tónlist og rætt við hina ýmsu áhugamenn eins og The Flaming Lips, Run DMC og John Waters. Fyrir og eftir myndina mun plötubúðin Reykjavík Records Shop selja alls kyns jólaplötur.

 

Úrvalslisti Kraums 2015

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 21 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 11. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 5-6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2015. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Úrvalslisti Kraum­sverðlaun­anna er val­in af fimmtán manna dóm­nefnd, svo­kölluðu öld­ung­ar­ráði. Ráðið skipa Árni Matth­ías­son (formaður), Al­ex­andra Kj­eld, Arn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, Arn­ar Eggert Thorodd­sen, Andrea Jóns­dótt­ir, Bene­dikt Reyn­is­son, Elísa­bet Indra Ragn­ars­dótt­ir, Heiða Ei­ríks­dótt­ir, Helga Þórey Jóns­dótt­ir, Hild­ur Maral Hamíðsdótt­ir, Jó­hann Ágúst Jó­hanns­son, María Lilja Þrast­ar­dótt­ir, Matth­ías Már Magnús­son, Óli Dóri og Trausti Júlí­us­son.

Ráðið fór yfir á þriðja hundrað hljóm­platna sem komið hafa út á ár­inu, en þar af voru 170 ra­f­ræn­ar út­gáf­ur. Stærri dóm­nefnd hef­ur nú hafið störf og sér um að velja 6 plöt­ur af Kraum­slist­an­um sem hljóta munu Kraum­sverðlaun­in.

 

Úrvalslisti Kraums 2015 – Listinn er birtur í stafrófsröð

as­dfgh – Stein­gerv­ing­ur
Dj flug­vél og geim­skip – Nótt á hafs­botni
Dul­vit­und – Lífs­ins þungu spor
Fuf­anu – Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunn­ar Jóns­son Colli­der – Apes­hedder
Jón Ólafs­son & Fut­ur­egrap­her – Eitt
Krist­ín Anna Val­týs­dótt­ir – Howl
Lord Pusswhip – … is Wack
Misþyrm­ing – Söngv­ar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Fut­ure
Myrra Rós – One Among­st Ot­h­ers
Nordic Af­fect – Clockwork­ing
Ozy – Dist­ant Present
Presi­dent Bongo – Serengeti
Sól­ey – Ask The Deep
Teit­ur Magnús­son – 27
Tonik En­semble – Snaps­hots
TSS – Me­an­ing­less Songs
Vag­ina­boys – Icelandick

Jólastraumur 30. nóvember 2015

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Vaginaboys, Run The Jewels, Dum Dum Girls, YACHT, Walkmen og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2015 by Straumur on Mixcloud

1) White Christmas (Kaskade remix) – Bing Crosby
2) Jólalag – Vaginaboys
3) Christmas Alone – YACHT
4) What Begins On New Years Day – Robert Pollard
5) Christmas 2014 – Will Butler
6) On Christmas – Dum Dum Girls
7) Merry Xmas, Baby (Please Don’t Die) – Crocodiles & Dum Dum Girls
8) A Christmas Fucking Miracle – Run The Jewels
9) Put The lights on the tree – Sufjan Stevens
10) Is This Christmas? – Applennium
11) We Met Bernard Sumner At A Christmas Party Last Night – Marsheaux
12) Christmas (I Want a new Sheel) – The Snails
13) I Believe In Father Christmas – Mark Kozelek
14) Wonderful Christmas Time – CowTown
15) Christmas, Baby Please Come Home – Hellbirds
16) Holiday Road – The Walkmen
17) Christmas Party – The Walkmen

undirspil: Hark! The Herald Angels Sing! – Sufjan Stevens

Tónleikar helgarinnar 27. – 28. nóvember

Föstudagur 27. nóvember

Baldur, AVóKA og dans tónlistarmaðurinn IDK I IDA koma fram á Loft Hostel klukkan 19:00. Ókeypis inn.

Hljómsveitirnar Shady og Dorian Gray halda tónleika  á Bar 11. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 28. nóvember

Kött Grá Pje og Forgotten Lores leiða saman hesta sína í ógleymanlegri rappveislu á Húrra. Húsið opnar klukkan 20:00 og það kostar 2000 kr inn.

gímaldin kynnir lög af nýrri og væntanlegri plötu á Bar 11, annað miseldra í bland Sérstakur gestur: Margrét Arnardóttir Frír aðgangur og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

Straumur 23. nóvember 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá DIIV, Ducktails, Junior Boys, Tennyson, DREAMTRAK og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. nóvember 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Mire Grant’s Song – DIIV
2) Over It – Junior Boys
3) Magnets (A-Trak Remix) – Disclosure
4) SLIPPERZ – Tennyson
5) Don’t Want To Let You Know – Ducktails
6) Jobs I Had Before I Got Rich & Famous – Water Martin
7) Bad Thoughts – DREAMTRAK
8) Circus – Superlover
9) Outside Your Arms – KRTS
10) REALITI – Natalie Prass
11) First light – Zora Jones
12) 20th Century Boy – Ty Segall
13) Monastic Living – Parquet Courts
14) The Birds Outside Sang – Florist

 

Straumur 16. nóvember 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Grimes, Hinds, Oneothrix Point Never, Tomas Barfod, SCNTST og mögum öðrum, auk þess sem tónlistarmaðurinn Tómas Davíð kíkir í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 16. nóvember 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Venus Fly (ft. Janella Monáe) – Grimes

2) Butterfly – Grimes

3) San Diego – Hinds

4) Come – She-Devils

5) No Colonal Fiction – Yaslin Bey

6) Paris – Thundercat

7) Love Cluster – Thomas Davíð

8) Ocean Colour – Thomas Davíð

9) Journey Through Our Resistance – Thomas Davíð

10) Vermilion – Thomas Davíð

11) Acúdby – SCNTST

12) Ezra – Oneohtrix Point Never

13) Howl – Rival Consoles

14) Looming – Rival Consoles

15) Fil Me (ft. Fine) – Tomas Barfod

Airwaves 2015 þáttur 4

Fjórði og síðasti þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums.  Viðtöl við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé, Lord Pusswhip og Helga Val.

Airwaves þáttur 4 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Over and Over – Hot Chip
2) Aheybaro – Kött Grá Pjé
3) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé
4) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu
5) Take it In – Hot Chip
6) Boy From School – Hot Chip
7) VYZEE – SOPHIE
8) Vincent Price (ft. DJ. Flugvél og Geimskip – Lord Pusswhip
9) Endurminning (ft. Lauren Auder) – Lord Pusswhip
10) All The Colours Of The Night – Justman
11) For You – Justman
12) You’re Out Wasting – Andy Shauf
13) Are You Ready – Mercury Rev
14) Love Love Love Love – Helgi Valur
15) Notes From The Underground – Helgi Valur
16) Toro de Lidia – Pink Street Boys
17) Room 302 (ft. Tink) – Future Brown
18) Face To Face – Sleaford Mods
19) Bright Lit Blue Skies – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs remixar Fufanu

Nick Zinner gítarleikari New York hljómsveitarinnar Yeah Yeah Yeahs endurhljóðblandaði á dögunum lagið Your Collection með íslensku hljómsveitinni Fufanu með frábærum árangri. Your Collection er væntanleg smáskífa af plötunni Few More Days To Go sem kemur út á vegum One Little Indian þann 27 nóvember. Fufanu koma fram á Iceland Airwaves fimmtudaginn 5. nóvember í Iðnó klukkan 21:30 og föstudaginn 6. nóvember klukkan 23:00 á Straumskvöldinu á Nasa.

 

Síðasti Airwaves þátturinn í kvöld

Fjórði og síðasti þátturinn þar sem Straumur hitar upp fyrir Airwaves verður á dagskrá á X-inu 977 í kvöld frá 22:00 – 0:00. Birt verður viðtal við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé og Lord Pusswhip kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.