Straumur 9. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Kaytranada, Lone, James Blake, Roosevelt, Radiohead og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Track Uno – Kaytranada
2) Moving on – Roosevelt
3) Vapour Trail – Lone
4) Vivid Dreams (ft. River Tiber) – Kaytranada
5) Lite Spots – Kaytranada
6) Bullets (ft. Little Dragon) – Kaytranada
7) Close to me (The Cure cover) – Worm is Green
8) Radio Silence – James Blake
9) Happy – Mitski
10) Konnichiwa – Skepta
11) Detox (ft. BBK) – Skepta
12) Tropicana – Topaz Jones
13) Desert Island Disk – Radiohead
14) The Numbers – Radiohead

 

Tónleikar helgarinnar 6. – 7. maí

Föstudagur 6. maí

The Last Waltz, í leikstjórn Martins Scorsese, fjallar um lokatónleika The Band sem voru haldnir á þakkargjörðardaginn 25. nóvember 1976 í San Francisco. Tónleikarnir verða 40 ára á þessu ári og af því tilefni verður myndin sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00.

Ballbandið Babies strýkur sveifluhælana og heldur dansleik á Húrra. Áður en herlegheitin hefjast mun hljómsveitin Blakkát kítla eyrnasneplana með nokkrum vel völdum lögum af væntanlegri plötu. Blakkát byrja Á SLAGINU 22:00. Babies flokkurinn sýður svo upp dansgófið. Ókeypis inn.

Laugardagur 7. maí

Tvö bönd frá Philadelphiaborg í Bandaríkjunum spila á tónleikum í hjólabrettagarði Brettafélags Reykjavíkur ásamt nokkrum íslenskum böndum.

Húsið opnar kl. 19 og það kostar 1000 kr. inn.  Fram koma: HALDOL og BLANK SPELL frá Philadelphia ásamt – KÆLAN MIKLA –  KVÖL – GRAFIR

Skúli mennski treður upp í Mengi með ferskt efni  klukkan 21. Það kostar 2000 kr inn.

Hljómsveitin NOISE fagnar útgáfu Echoes, fjórðu breiðskífu sinnar, með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói. Miðaverð: 2.500 kr. Tónleikarnir byrja kl. 21 en húsið opnar kl. 20. Miðasala á Midi.is.

Nýtt frá Radiohead

Breska hljómsveitin Radiohead sendi rétt í þessu frá sér lagið Burn The Witch sem verður á níundu plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Hljómsveitin eyddi öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum í síðustu viku og þá varð ljóst að eitthvað var að gerast í herbúðum hennar. Radiohead sem gaf síðast út plötuna The King of Limbs árið 2011 mun koma fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.

 

Straumur 2. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Car Seat Headrest, Fort Romeau, Yumi Zouma, Dawn Richards, Local Natives, Jamie XX & Kosi Kos og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Just What I Needed/Not Just What I Needed – Car Seat Headrest
2) Barricade (Matter Of Fact) – Yumi Zouma
3) Past Lives – Local Natives
4) Honest – Dawn Richards
5) (Joe Gets Kicked Out of School for Using) Drugs With Friends (But Says This Isn’t a Problem) – Car Seat Headrest
6) Unforgiving Girl (She’s Not An) – Car Seat Headrest
7) Cosmic Hero – Car Seat Headrest
8) Baby Do You Wanna Bump (Daniel Maloso radio edit) – TODD TERJE & THE OLSENS
9) Come We Go – Jamie XX & Kosi Kos
10) Deliverance (Fort Romeau Remix)  – RY X
11) Scary – Stormzy
12) Kiss the Screen – Nite Jewel
13) Don’t Say Sorry – Terry
14) Sleep My Pretties – Swanning
15) Something Stupid – Mark Kozelek & Minnie Driver

 

Straumur 25. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Andy Stott, SALES, Alexis Taylor, ILOVEMAKONNEN, A$AP Ferg og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Selfish – Andy Stott
2) On My Mind – Andy Stott
3) Little Red Corvette – Autre Ne Veut
4) Seven’s Day – Sales
5) Let’s Run Away – Matt & Kim
6) Plastic Thrills – Deerhoof
7) Bimbó – Grísalappalísa
8) Don’t Hurt Yourself (ft. Jack White) – Beyoncé
9) Love Drought – Beyoncé
10) Can’t Let It Go – iLoveMakonnen
11) Strive – A$AP Ferg
12) Soft Animal – The Hotelier
13) I’m Ready – Alexis Taylor
14) Fickle Sun (III) I’m Set Free – Brian Eno

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

The Sonics (US), Warpaint (US), Minor Victories(UK), Kate Tempest (UK), Samaris, Singapore Sling + 40 listamenn bætast við Iceland Airwaves 2016.

Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem tilkynntir hafa verið: Agent Fresco / Amabadama / Sturla Atlas / Auður / Petur Ben / Soffía Björg / Aron Can / Hannah Lou Clark (UK) / Axel Flóvent / Fufanu / GKR / Glowie / Emmsjé Gauti / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) / dj flugvél og geimskip / Futuregrapher / Dolores Haze (SE) / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Jennylee (US) / Karó / Liima (DE) / Lush (UK) / Mammút / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / múm with Kronos Quartet (US) / Máni Orra / Pink Street Boys / PJ Harvey (UK) / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Samaris / Mr.Silla / Singapore Sling / The Sonics (US) / Emil Stabil (DE) / Steinar / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Tonik Ensemble / Torres (US) / úlfur úlfur / Vök / Warpaint (US) / Dj Yamaho / VIO

PJ Harvey mun spila í Valsheimilinu, Sunnudaginn 6. November Vinsamlega athugið að ekki þarf sérmiða á tónleikana á sunnudagskvöldið í Valsheimilinu. Allir miðahafar Iceland Airwaves fá aðgang á meðan húsrúm leyfir. Varðandi múm ásamt Kronos Quartet í Eldborg, Hörpu föstudaginn 4. nóvember Tónleikarnir eru innifaldir í miðaverði en sérmiðar á þá verða afhentir í hádeginu á fimmtudeginum 3.nóvember í Hörpu. Fyrstir koma fyrstir fá er reglan sem gildir.

Straumur 18. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlega plötu PJ Harvey, nýtt efni frá DJ Shadow, Islands, D.K. og Lone auk þess sem hljómsveitin Stroff kíkir í heimsókn og frumflytur glænýja ábreiðu.  Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) The Community Of Hope – PJ Harvey
2) Near The Memorials To Vietnam And Lincoln – PJ Harvey
3) Nobody Speak (ft. Run The Jewels) – DJ Shadow
4) Still Easy – Stroff
5) Streets Of Philadelphia – Stroff
6) Holding Roses – Twin Peaks
7) Stupid Rose – Kweku Collins
8) No Milk, No Sugar – Islands
9) Fear – Islands
10) Síðan Vélin Fór Af Stað – kef LAVÍK
11) Play On – D.K.
12) Raindrops – D.K.
13) Blacktail Was Heavy – Lone
14) Chama Piru’s – Omar-S
15) Lost and Found (Matthew Herbert Remix) – Lianne La Havas

Straumur 11. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni M83, Yumi Zouma, Porches, DJ Shadow, Woods og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Bibi the Dog (ft. Mai Lan) – M83
2) Moon Crystal – M83
3) Road Blaster – M83
4) Keep It Close To Me – Yumi Zouma
5) Trying Your Luck – Porches
6) The Other Side – NVDES
7) Glowed Up (ft. Anderson .Paak) – Kaytranada
8) The Mountain Will Fall – DJ Shadow
9) Fill In the Blank – Car Seat Headrest
10) Kid Who Stays In The Picture – Hot Hot Heat
11) Politics of Free – Woods
12) Candy – Weaves
13) Ouvert – David August
14)  Tell Me – Puro Instinct

Tónleikar helgarinnar 7. – 9. apríl 2016

Fimmtudagur 7. apríl

Tónleikaröðin Geimskot fer fram í þriðja sinn á Húrra. Að þessu sinni kom Ásdís, Young Karin og DJ Aymen fram. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Útgáfutónleikar Bangoura Band fara fram í Tjarnarbíó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Söngvarinn og gítarleikarinn Daníel Hjálmtýsson kemur fram á Dillon ásamt hljómsveitinni Electric Space Orchestra. Frítt inn og leikar hefjast 22.00.

Föstudagur 8. apríl

TENGSL er ný tónleikaröð á Húrra þar sem frændur, frænkur, systur, bræður, pabbar, mömmur, ömmur, afar og vinir koma saman, vinna, skapa og mynda TENGSL á annan hátt. Fyrsta kvöldið eru styrktartónleikar tileinkaðir Lindu Mogensen en hún hefur verið að berjast við illviðráðanlegt krabbamein. TENGSL 1 ERU: Mammút Stereo Hypnosis X Heart Brilliantinus. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2500 kr inn.

Hljómsveitirnar Good Moon Deer, Sísý Ey, SYKUR  og Vök dj-a á Rafnæs sem fer fram á Palóma. Kvöldið hefst klukkan 23:00 og það kostar 500 kr inn fyrir klukkan 1:00 og 1000 kr eftir það.

Laugardagur 9. apríl

Hljómsveitin Amabadama heldur tónleika á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og miðaverð er 2000 kr.

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2016 fara fram í Hörpu. Kvöldið hefst klukkan 17:00

Tilraunahljómsveitirnar ellefu eru sem hér segir:

Spünk

Miss Anthea

Körrent

Hórmónar

Náttsól

Amber

Wayward

Magnús Jóhann

Vertigo

Helgi Jónsson

RuGl

Myndbands frumsýning: Imprints – Tonik Ensemble

Tonik Ensemble sendir frá sér nýtt myndband við lagið Imprints af plötunni Snapshots sem kom út í fyrra.
Myndbandið var unnið af Sigrúnu Hreins með rotoscope tækni og innblásið af texta lagsins, en lagið hefur að geyma hugleiðingar um líf og tilveru og þá sértaklega þau spor sem við skiljum eftir okkur.
Tonik Ensemble kom fram á Aldrei fór ég suður, og mátti þar heyra drög að nýju efni, sem vænta má síðar á árinu.

Tonik Ensemble – Imprints from Sigrún Hreins on Vimeo.