Nýtt lag með James Blake

Enski rafsálartónlistarmaðurinn James Blake sem er á leiðinni til Íslands á Sonar hátíðina eftir viku frumflutti nýtt lag í útvarpsþætti á BBC í dag. Lagið heitir Retrograde og sver sig í ætt við hans bestu lög eins og Wilhelm Scream og Limit to Your Love. Ægifögur röddin er í forgrunni en þegar líða tekur á lagið taka sírenuhljómandi hljóðgervlar að óma og undirstrika sálarfullan sönginn. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu, Overgrown, sem kemur út 8. apríl. James Blake mun bæði halda tónleika og þeyta skífum á Sonar hátíðinni næstu helgi en tilkynnt var í gær að bætt hafi verið við fleiri miðum á hátíðina vegna mikillar eftirspurnar. Hlustið á lagið hér fyrir neðan sem hefst eftir einnar mínútu viðtal og lesendum er ráðlagt að hækka í botn þar sem hljóðstyrkurinn á upptökunni er í lægri kantinum.

Bird by Snow hefur Evróputúr á Faktorý

Bandaríski folk-tónlistarmaðurinn Bird by Snow mun hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu með því að troða upp á Faktorý næsta laugardagskvöld. Hann spilar lágstemmda þjóðlagatónlist og hefur verið líkt við listamenn á borð við Mount Eerie og Karl Blau. Á tónleikunum koma einnig fram kammerpoppsveitin Útidúr sem hyggjast gefa út EP plötu í vor, lo-fi skrýtipopp sveitin Just Another Snake Cult og spunakenndi rafdúettinn Good Moon Deer. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Söngvari The Troggs látinn

Reg Presley söngvari bresku hljómsveitarinnar The Troggs lést í gærkvöldi 71 árs að aldri eftir baráttu við lungnakrabbamein. Presley gerði garðinn frægan ásamt hljómsveit sinni á 7. áratugnum með lögum á borð við Wild Thing, With a Girl Like You og Love Is All Around. The Troggs hafa haft gríðarleg áhrif á hina ýmsu bílskúrsrokk tónlistarmenn og hljómsveitir í gegnum tíðina og hægt er nefna MC5, Iggy Pop og Buzzcocks í því samhengi. Presley var helst þekktur í seinni tíð fyrir skrif sín um geimverur en árið 2002 gaf hann út bókina Wild Things They Don’t Tell Us.  Allar tekjur sem hann fékk fyrir ábreiðu Wet Wet Wet á lagi hans Love Is All Around sem var notað í  kvikmyndinni Four Weddings and A funeral gaf hann til rannsókna á hinum dularfullu„cropcircles“ eða akurhringjum. Fyrir neðan má sjá The Troggs flytja lagið With a Girl Like You og einnig heyra ábreiðu Dave Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio af laginu.


Straumur 4. febrúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við fyrstu plötu My Bloody Valentine í 22 ár, kíkjum á væntanlega plötu frá Adam Green & Binki Shapiro og heyrum nýtt efni frá Iceage, Surfer Blood, Wavves og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

1. hluti: 

      1. 237 1

2. hluti: 

      2. 237 2

3. hluti: 

      3. 237 3

 

1) New you – My Bloody Valentine
2) Only Tomorrow – My Bloody Valentine
3) If I Am – My Bloody Valentine
4) Weird Shapes – Surfer Blood
5) Roundkick – The Embassy
6) International – The Embassy
7) Here I Am – Adam Green & Binki Shapiro
8) I Never Found Out – Adam Green & Binki Shapiro
9) Pity Love – Adam Green & Binki Shapiro
10) Timeaway – Darkstar
11) You Don’t Need A Weatherman – Darkstar
12) Demon To Lean On – Wavves
13) In Haze – Iceage
14) Morals – Iceage
15) Wounded Hearts – Iceage
16) Who Sees You – My Bloody Valentine

Þriðja plata My Bloody Valentine komin út

Írska shoegaze hljómsveitin My Bloody Valentine gaf út sína þriðju plötu, þá fyrstu frá því að platan Loveless kom út árið 1991, í gærkvöldi. Platan heitir mbv, er níu laga og er vel biðarinnar virði. Söngvari sveitarinnar Kevin Shields skýrði frá því á síðasta ári að hann hefði hafið gerð plötunnar á tíunda áratugnum og sögusagnir segja að hann hafi hent gríðarlega miklu efni við gerð hennar. Hægt er að nálgast plötuna á heimasíðu hljómsveitarinnar. Hlustið á lögin Who Sees You, Only tomorrow og New You hér fyrir neðan