Tónleikar með Dirty Beaches á morgun

Á morgun mun kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spila á öðrum tónleikum tónleikaraðarinnar Stopover series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Tónleikarnir byrja klukkan 20:30 í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpu.

Hljómsveitin gaf úr sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Badlands. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til til kanadísku Polaris tónlistarverðlaunanna árið 2011. Dirty Beaches er hugarfóstur tónlistarmannsins Alex Zhang Hungtai sem sækir innblástur til hljómsveita á borð við Cramps og Suicide auk kvikmyndatónlistar úr kvikmyndum eftir David Lynch, Jim Jarmusch, Quentin Tarantino og Wong Kar Wai. Hér má sjá viðtal við Alex Zhang Hungtai.


Það er íslenska hljómsveitin Singapore Sling sem mun sjá um upphitun. Hljómsveitin er með breyta liðskipan og er Helgi Örn Pétursson gítarleikari sem var í hljómsveitinni í upphafi mættur aftur til leiks. Það er Henrik Björnsson sem leiðir bandið en ásamt honum og Helga verða á tónleikunum gítarleikarinn Hallberg Daði Hallbergsson og hristuleikarinn Steinunn Harðardóttir .

Miðasala fer fram á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða í Hörpu en miðafjöldi er afar takmarkaður. Hlustið á lagið Lord Knows Best af plötu Dirty Beaches – Badlands frá því í fyrra hér fyrir neðan.

      1. 06 Lord Knows Best